Lífið

Hættu við að senda Eurovision út beint vegna Silvíu Nætur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona var fyrst keppenda í Eurovision til að þurfa að skrifa undir formlega staðfestingu þess efnis að atriði hennar yrði ekki breytt á lokakvöldinu. Ella yrði henni vísað úr keppni. Þá tóku framleiðendur þá ákvörðun að hafa keppnina ekki í beinni útsendingu, eins og venja hefur verið, af ótta við að hún myndi haga sér ósiðlega.

Þetta kom fram í máli hennar og Gauks Úlfarssonar, sköpurum dívunnar Silvíu Nætur Sæmundsdóttur, í þættinum Eurovísi í dag.

„Við þurftum að breyta orðalagi í textaþýðingunni okkar og segja „frigging“ í staðinn fyrir „fokking“ og alls konar svona. Svo var útsendingunni seinkað í fyrsta skipti,“ sagði Ágústa Eva í dag.

„Það var þannig að æfingavídjóið yrði sýnt ef Gústa myndi allt í einu draga upp dildó. Þá væri hægt að fara í upptökuna í staðinn fyrir „live“ dótið,“ sagði Gaukur Úlfarsson.

Ekki verður ofsögum sagt að Silvía Nótt hafi gert allt vitlaust, hér á Íslandi og ytra. Hún vakti athygli hvert sem hún fór og skiptist fólk í tvær fylkingar; það ýmist hataði hana eða elskaði. Silvía Nótt flutti lagið Congratulations í Aþenu í Griklandi með eftirminnilegum hætti.

Ágústa Eva og Gaukur fóru yfir upplifun þeirra af keppninni í Eurovísi, en hlusta má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan.

Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.


Tengdar fréttir

Páll Óskar í Eurovision 2016?

Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.