Ætla að gera allt til að bjarga Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 11:54 Hera segir ekki búið að finna plan B til að tryggja þátttöku Maríu Ólafs og félaga í Vín. Vísir/Stefán/Andri Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“ Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“
Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05