Ár liðið frá því að Boko Haram rændu rúmlega 200 skólastúlkum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:28 Mál stúlknanna 219 vakti gríðarlega athygli og mikla reiði um allan heim en fjöldamörg mótmæli hafa verið haldin víða um heim síðastliðið ár vegna hryðjuverka Boko Haram. Vísir/AFP Þess verður minnst víða um heim í dag að ár er liðið síðan liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram rændu rúmlega 200 stúlkum úr heimavistarskóla sínum í bænum Chibok í Nígeríu. Meðal annars verður farið í fjöldagöngur í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og London og Washington. Málið vakti gríðarlega athygli og mikla reiði um allan heim. Kassamerkið #BringBackOurGirls tröllreið til að mynda öllum samfélagsmiðlum en það var notað til að lýsa yfir stuðningi við stúlkurnar og krefja alþjóðasamfélagið um aðgerðir. Bandaríkin, Kína og önnur stórveldi hétu því meðal annars að aðstoða ríkisstjórn Nígeríu við að finna stúlkurnar. Stúlkurnar 219 hafa hins vegar aldrei fundist og eru að öllum líkindum enn í haldi hryðjuverkamannanna. Nær ekkert hefur heldur sést til þeirra síðastliðið ár en kona sem tjáir sig í viðtali við BBC segist hafa séð rúmlega 50 stúlkur úr heimavistarskólanum á lífi fyrir þremur vikum. Konan segist hafa séð stúlkurnar í bænum Gwoza í norðausturhluta Nígeríu stuttu áður en liðsmenn Boko Haram voru hraktir þaðan af stjórnarliðum. Talið er að þeir hafi flúið til Mandara fjallanna í grennd við landamæri Kamerúns en ekki er víst hvort þeir hafi tekið stúlkurnar með. Konan segir þær hafa verið klæddar fatnaði múslimakvenna og að þær hafi verið í fylgd liðsmanna Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, hefur áður sagt að stúlkurnar hafi verið látnar taka íslamstrú og þær síðan giftar. Shekau hefur lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki sem hefur einnig staðið fyrir mannráni í Írak og Sýrlandi. Tengdar fréttir Forseti Nígeríu: Mannránið upphafið á endalokum ógnaraldarinnar Goodluck Jonathan segir rán öfgasamtakanna Boko Haram á meira en 200 skólastúlkum í síðasta mánuði geta verið vendipunkt í baráttunni gegn íslömskum öfgamönnum. 8. maí 2014 13:51 Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02 Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52 Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52 Segist ætla að selja stúlkurnar Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur. 5. maí 2014 16:21 Sérfræðingar til Nígeríu í leit að skólastúlkum Bandarískir sérfræðingar hafa verið sendir til Nígeríu til þess að aðstoða við leitina að rúmlega 200 skólastúlkum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu á dögunum. 7. maí 2014 07:42 Biður Obama að hjálpa Nígeríu Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið. 4. maí 2014 22:57 Mikil reiði vegna týndu skólastúlknanna Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna skólastúlkurnar tvö hundruð sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í norðurhluta Nígeríu fyrir um mánuði síðan. 7. maí 2014 19:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þess verður minnst víða um heim í dag að ár er liðið síðan liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram rændu rúmlega 200 stúlkum úr heimavistarskóla sínum í bænum Chibok í Nígeríu. Meðal annars verður farið í fjöldagöngur í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og London og Washington. Málið vakti gríðarlega athygli og mikla reiði um allan heim. Kassamerkið #BringBackOurGirls tröllreið til að mynda öllum samfélagsmiðlum en það var notað til að lýsa yfir stuðningi við stúlkurnar og krefja alþjóðasamfélagið um aðgerðir. Bandaríkin, Kína og önnur stórveldi hétu því meðal annars að aðstoða ríkisstjórn Nígeríu við að finna stúlkurnar. Stúlkurnar 219 hafa hins vegar aldrei fundist og eru að öllum líkindum enn í haldi hryðjuverkamannanna. Nær ekkert hefur heldur sést til þeirra síðastliðið ár en kona sem tjáir sig í viðtali við BBC segist hafa séð rúmlega 50 stúlkur úr heimavistarskólanum á lífi fyrir þremur vikum. Konan segist hafa séð stúlkurnar í bænum Gwoza í norðausturhluta Nígeríu stuttu áður en liðsmenn Boko Haram voru hraktir þaðan af stjórnarliðum. Talið er að þeir hafi flúið til Mandara fjallanna í grennd við landamæri Kamerúns en ekki er víst hvort þeir hafi tekið stúlkurnar með. Konan segir þær hafa verið klæddar fatnaði múslimakvenna og að þær hafi verið í fylgd liðsmanna Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, hefur áður sagt að stúlkurnar hafi verið látnar taka íslamstrú og þær síðan giftar. Shekau hefur lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki sem hefur einnig staðið fyrir mannráni í Írak og Sýrlandi.
Tengdar fréttir Forseti Nígeríu: Mannránið upphafið á endalokum ógnaraldarinnar Goodluck Jonathan segir rán öfgasamtakanna Boko Haram á meira en 200 skólastúlkum í síðasta mánuði geta verið vendipunkt í baráttunni gegn íslömskum öfgamönnum. 8. maí 2014 13:51 Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02 Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52 Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52 Segist ætla að selja stúlkurnar Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur. 5. maí 2014 16:21 Sérfræðingar til Nígeríu í leit að skólastúlkum Bandarískir sérfræðingar hafa verið sendir til Nígeríu til þess að aðstoða við leitina að rúmlega 200 skólastúlkum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu á dögunum. 7. maí 2014 07:42 Biður Obama að hjálpa Nígeríu Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið. 4. maí 2014 22:57 Mikil reiði vegna týndu skólastúlknanna Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna skólastúlkurnar tvö hundruð sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í norðurhluta Nígeríu fyrir um mánuði síðan. 7. maí 2014 19:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forseti Nígeríu: Mannránið upphafið á endalokum ógnaraldarinnar Goodluck Jonathan segir rán öfgasamtakanna Boko Haram á meira en 200 skólastúlkum í síðasta mánuði geta verið vendipunkt í baráttunni gegn íslömskum öfgamönnum. 8. maí 2014 13:51
Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02
Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52
Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52
Segist ætla að selja stúlkurnar Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur. 5. maí 2014 16:21
Sérfræðingar til Nígeríu í leit að skólastúlkum Bandarískir sérfræðingar hafa verið sendir til Nígeríu til þess að aðstoða við leitina að rúmlega 200 skólastúlkum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu á dögunum. 7. maí 2014 07:42
Biður Obama að hjálpa Nígeríu Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið. 4. maí 2014 22:57
Mikil reiði vegna týndu skólastúlknanna Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna skólastúlkurnar tvö hundruð sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í norðurhluta Nígeríu fyrir um mánuði síðan. 7. maí 2014 19:15