Veruleg röskun á meðferðum krabbameinssjúkra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2015 18:49 Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni. Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni.
Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28