Innlent

Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningur við stöðu Íslands sem umsóknarríki eykst með hærra menntunarstigi samkvæmt könnun MMR.
Stuðningur við stöðu Íslands sem umsóknarríki eykst með hærra menntunarstigi samkvæmt könnun MMR. Vísir/Getty
Mjótt er á munum milli þeirra sem vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB og þeirra sem eru því andvíg samkvæmt nýtti könnun MMR sem gerð var fyrir vefsíðuna Andríki.

Samkvæmt könnuninni vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 15,9 prósent taka ekki afstöðu.

Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru 50,5 prósent andvígir því að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 49,5 prósent fylgjandi.

Spurt var: „Vilt þú að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu?“. Könnunin var gerð dagana 30. mars til 7. apríl og var svarfjöldinn 1.060 einstaklingar.

Nokkur munur er milli kynja þar sem 52,6 prósent karla eru hlynnt því að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 47,4 prósent andvíg. 45,6 prósent kvenna eru fylgjandi stöðu Íslands sem umsóknarríki en 54,4 prósent andvíg.

57,6 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru fylgjandi því að Ísland teljist til umsóknarríkja, en sú tala mælist 36,9 prósent meðal þeirra á landsbyggðinni. 42,4 íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru andvíg stöðu Íslands sem umsóknarríki, en 63,1 prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni.

Stuðningur við stöðu Íslands sem umsóknarríki eykst jafnframt með hærra menntunarstigi samkvæmt könnun MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×