Innlent

Rektorskjör fer fram í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kosningar eru rafrænar og verður því nýr rektor að öllum líkindum kynntur í dag.
Kosningar eru rafrænar og verður því nýr rektor að öllum líkindum kynntur í dag. vísir/gva
Kosningar til rektors Háskóla Íslands fara fram í dag. Kosið verður rafrænt og stendur kjörfundur yfir frá klukkan níu til átján í dag. Því bendir allt til þess að nýr rektor verði kynntur í dag.

Þrír eru framboði, en hljóti enginn frambjóðenda meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju 20.apríl um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta.

Frambjóðendur eru þau Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands og Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.

Kristín Ingólfsdóttir hefur gegnt embætti rektors frá árinu 2005.


Tengdar fréttir

Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal

Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum.

Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar

Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda.

Svona sjá þau Háskóla Íslands

Þrír eru í framboði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fer á mánudaginn, 13. apríl. Starfsmenn og stúdentar taka þátt í kjörinu. Fréttablaðið spurði frambjóðendurna um stefnumál þeirra og helstu áskoranir nýs rektors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×