Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í byrjunarliði AIK sem vann 3-1 sigur á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Haukur hefur byrjað alla þrjá leiki AIK í deildinni en liðið er í 2. sæti með sjö stig af níu mögulegum. Akureyringurinn hefur farið vel af stað í Svíþjóð og slegið eign sinni á stöðu hægri bakvarðar hjá AIK.
Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi IFK Gautaborg sem tapaði 0-1 fyrir Malmö á útivelli.
Haukur Heiðar og félagar í góðum málum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

