Enski boltinn

Aron Einar tryggði Cardiff sigur | Jóhann Berg jafnaði fyrir Charlton

Aron Einar í eldlínunni.
Aron Einar í eldlínunni. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson tryggði Cardiff sigur á Leeds, en Aron Einar skoraði annað mark Cardiff í 2-1 sigri.

Mark Arons kom eftir rúman klukkutíma leik, en Aron spilaði allan leikinn. Cardiff fór með sigrinum upp í tólfta sæti deildarinnar.

Kári Árnason spilaði í 69. mínútu þegar Rotherham tapaði fyrir Middlesbrough á útivelli. Kári nældi sér í gult spjald, en Rotherham er í 21. sætinu, sjö stigum frá fallsæti.

Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin fyrir Charlton sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday. Mark Jóhanns kom eftir 75. mínútna leik, en Charlton er í ellefta sæti deildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton, en var skipt af velli þegar átta mínútur voru eftir, þegar Bolton tapaði 2-1 fyrir Norwich. Norwich í öðru sætinu, en Bolton í því sautjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×