Enski boltinn

Palace rúllaði yfir Sunderland | Annar sigur Leicester í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bolasie skoraði þrennu fyrir Palace.
Bolasie skoraði þrennu fyrir Palace. vísir/getty
Southampton, Crystal Palace, Leicester og West Ham unnu góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en sex leikjum af sjö er lokið í dag.

Jamie Ward-Prowse og Graziano Pelle skutu Southampton í fimmta sæti með tveimur mörkum gegn Hull, en Hull er í sautjánda sætinu í bullandi fallbaráttu.

Crystal Palace rúllaði yfir Sunderland á útivelli í dag, en gestirnir kaffærðu heimamönnum á fimm mínúta kafla í síðari hálfleik. Yannick Bolasie skoraði þrennu fyrir Palace.

Staðan var markalaus í hálfleik, en á 62. mínútu var staðan allt í einu orðin 4-0. Palace í tíunda sætinu með fjóra sigra í síðustu fimm leikjum, en Sunderland í sextánda sætinu.

Darren Fletcher var á skotskónum í fyrsta skipti í rúma 800 daga þegar hann skoraði fyrir WBA í 2-3 gegn Leicester. Annar sigurleikur Leicester í röð, en nú er liðið þremur stigum frá öruggu sæti.

Aaron Cresswell skoraði glæsilegt mark í 1-1 jafntefli West Ham gegn Stoke. Marko Aurnatovic bjargaði stigi fyrir Stoke í uppbótartíma, en liðin eru í níunda og tíunda sætinu.

Southampton - Hull City 2-0

1-0 Jamie Ward-Prowse - víti (57.), 2-0 Graziano Pelle (82.).

Sunderland - Crystal Palace 1-4

0-1 Glenn Murray (48.), 0-2 Yannick Bolasie (51.), 0-3 Yannick Bolasie (53.), 0-4 Yannick Bolasie (62.), 1-4 Connor Wickham (90.).

WBA - Leicester 2-3

1-0 Darren Fletcher (8.), 1-1 David Nugent (20.), 2-1 Craig Gardner (26.), 2-2 Robert Huth (81.), 2-3 Jamie Wardie (90.).

West Ham - Stoke 1-1

1-0 Aaron Cresswell (7.), 1-1 Marko Aurnatovic (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×