Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Jón Atli Benediktsson skrifar 11. apríl 2015 14:29 Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. Ég hef haft tækifæri til að hitta mörg ykkar og að ræða sameiginleg hagsmunamál okkar. Mig langar að byrja aðeins á að fjalla um feril minn, hvaðan ég kem og hver eru helstu stefnumál mín. Í framhaldi af því langar mig að nefna ýmis mál sem snúa sérstaklega að stúdentum og ég ber fyrir brjósti. Ég er rafmagnsverkfræðingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 1984. Á námsárum mínum tók ég virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta og var m.a. formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs. Það var afar dýrmæt reynsla sem ég bý að. Ég lauk doktorsprófi frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990 og kom til Háskóla Íslands sem lektor í rafmagnsverkfræði árið 1991. Í gegnum tíðina hef ég kennt fjölmörg námskeið á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands. Á þessu misseri kenni ég námskeið á fyrsta ári í rafmagnsverkfæði. Ég nýt þess að kenna og vinna með nemendum. Undir minni handleiðslu hafa fjölmargir meistaranemar útskrifast og sjö doktorsnemar frá árinu 2007 en doktorsnám er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Háskólans. Sérsvið mitt í rannsóknum er fjarkönnun og lífverkfræði. Auk rannsókna og kennslu hef ég fjölþætta reynslu að stjórnun innan Háskóla Íslands en ég hef m.a. verið aðstoðarrektor vísinda og kennslu frá árinu 2009. Á þeim tíma hefur verkefni mitt einkum verið að efla rannsóknir og kennslu innan skólans. Í þeim málum hef ég unnið náið með stúdentum og það hefur verið mjög gott samstarf. Ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskóla Íslands. Ég vil efla Háskóla Íslands sem alhliða háskóli sem hefur breytt námsframboð á grunnstigi, meistarastigi og doktorsstigi. Ég legg líka áherslu á að Háskóli Íslands sé öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli sem þó hefur skýrar skyldur við íslenskt samfélag. Ég hef bent á að Háskóli Íslands er undirfjármögnuð stofnun og það þarf að breytast. Hann var undirfjármagnaður fyrir hrun en það sýndi m.a. skýrsla Samtaka evrópskra háskóla (EUA) frá 2005. Eftir hrun hefur Háskóli Íslands orðið fyrir um 20% niðurskurði. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað um 20% og skólinn sótt fram sem rannsóknarháskóli. Þetta gengur þó ekki mikið lengur. Þess vegna er lykilatriði að treysta betur fjármögnun Háskóla Íslands. Stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að ná svokölluðu OECD-meðaltali á næsta ári í fjárframlögum á hvern nemanda og síðan svokölluðu Norðurlandameðaltali árið 2020. Nái ég kjöri mun ég fylgja því eftir af festu að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit. Ég vil efla rannsóknir og kennslustarf innan Háskólans. Með auknum fjárveitingum getum við bætt svokallað nemenda-/kennarahlutfall, þ.e. hversu margir nemendur eru á hvern kennara, elft nýliðun, bætt kennsluhætti, tryggt að nemendur fái góða endurgjöf og innleitt nýjustu kennslutækni. Þetta eru allt atriði sem skipta okkur gríðarlegu máli. Ég vil líka kappkosta að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks og nemenda en það hangir mjög mikið á því að auka fjárveitingar til skólans. Ég mun beita mér fyrir því að leggja stúdentum lið í hagsmunabaráttu þeirra. Varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna nefni ég sérstaklega að krafan um 22 einingar á misseri er of ströng og ég mun beita mér með stúdentum fyrir því að fá þessu breytt. Ég mun einnig styðja stúdenta í að fá bæði framfærsluna og frítekjumarkið hækkað. Ég mun líka styðja við áform um uppbyggingu stúdentagarða og að staðið verði við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í desember síðastliðnum um byggingu um um 750 stúdentaíbúða á næstu fimm árum. Rektor getur lagst á sveif með stúdentum í svona málum Háskóli Íslands er samfélag og rektor er fulltrúi bæði starfsfólks og nemenda. Ég legg jafnframt áherslu á að gera starfið innan Háskóla Íslands sýnilegra enda er þar unnið mjög mikilvægt starf í þágu samfélagsins alls sem er kostað að miklu leyti af skattfé almennings.. Einnig vil ég stuðla að auknu samstarfi við stofnanir og atvinnulíf. Það mætti t.a.m. gera með því að bjóða stúdentum að vinna fleiri raunhæf verkefni í tengslum við fyrirtæki og stofnanir í landinu. Verði ég kjörinn rektor mun ég beita mér fyrir því að stofnuð verði sérstök skrifstofa sem hefur það hlutverk að skipuleggja slíkt samstarf og auðvelda nemendum að vinna raunhæf verkefni hjá stofnunum og fyrirtækjum. Í öllum þessum málum og fleirum fara hagsmunir stúdenta og Háskólans saman. Ég mun hafa það að leiðarljósi verði ég kjörinn rektor Háskóla Íslands 13. apríl. Ég þakka ykkur kærlega fyrir og óska eftir stuðningi ykkar.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11 Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. Ég hef haft tækifæri til að hitta mörg ykkar og að ræða sameiginleg hagsmunamál okkar. Mig langar að byrja aðeins á að fjalla um feril minn, hvaðan ég kem og hver eru helstu stefnumál mín. Í framhaldi af því langar mig að nefna ýmis mál sem snúa sérstaklega að stúdentum og ég ber fyrir brjósti. Ég er rafmagnsverkfræðingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 1984. Á námsárum mínum tók ég virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta og var m.a. formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs. Það var afar dýrmæt reynsla sem ég bý að. Ég lauk doktorsprófi frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990 og kom til Háskóla Íslands sem lektor í rafmagnsverkfræði árið 1991. Í gegnum tíðina hef ég kennt fjölmörg námskeið á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands. Á þessu misseri kenni ég námskeið á fyrsta ári í rafmagnsverkfæði. Ég nýt þess að kenna og vinna með nemendum. Undir minni handleiðslu hafa fjölmargir meistaranemar útskrifast og sjö doktorsnemar frá árinu 2007 en doktorsnám er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Háskólans. Sérsvið mitt í rannsóknum er fjarkönnun og lífverkfræði. Auk rannsókna og kennslu hef ég fjölþætta reynslu að stjórnun innan Háskóla Íslands en ég hef m.a. verið aðstoðarrektor vísinda og kennslu frá árinu 2009. Á þeim tíma hefur verkefni mitt einkum verið að efla rannsóknir og kennslu innan skólans. Í þeim málum hef ég unnið náið með stúdentum og það hefur verið mjög gott samstarf. Ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskóla Íslands. Ég vil efla Háskóla Íslands sem alhliða háskóli sem hefur breytt námsframboð á grunnstigi, meistarastigi og doktorsstigi. Ég legg líka áherslu á að Háskóli Íslands sé öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli sem þó hefur skýrar skyldur við íslenskt samfélag. Ég hef bent á að Háskóli Íslands er undirfjármögnuð stofnun og það þarf að breytast. Hann var undirfjármagnaður fyrir hrun en það sýndi m.a. skýrsla Samtaka evrópskra háskóla (EUA) frá 2005. Eftir hrun hefur Háskóli Íslands orðið fyrir um 20% niðurskurði. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað um 20% og skólinn sótt fram sem rannsóknarháskóli. Þetta gengur þó ekki mikið lengur. Þess vegna er lykilatriði að treysta betur fjármögnun Háskóla Íslands. Stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að ná svokölluðu OECD-meðaltali á næsta ári í fjárframlögum á hvern nemanda og síðan svokölluðu Norðurlandameðaltali árið 2020. Nái ég kjöri mun ég fylgja því eftir af festu að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit. Ég vil efla rannsóknir og kennslustarf innan Háskólans. Með auknum fjárveitingum getum við bætt svokallað nemenda-/kennarahlutfall, þ.e. hversu margir nemendur eru á hvern kennara, elft nýliðun, bætt kennsluhætti, tryggt að nemendur fái góða endurgjöf og innleitt nýjustu kennslutækni. Þetta eru allt atriði sem skipta okkur gríðarlegu máli. Ég vil líka kappkosta að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks og nemenda en það hangir mjög mikið á því að auka fjárveitingar til skólans. Ég mun beita mér fyrir því að leggja stúdentum lið í hagsmunabaráttu þeirra. Varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna nefni ég sérstaklega að krafan um 22 einingar á misseri er of ströng og ég mun beita mér með stúdentum fyrir því að fá þessu breytt. Ég mun einnig styðja stúdenta í að fá bæði framfærsluna og frítekjumarkið hækkað. Ég mun líka styðja við áform um uppbyggingu stúdentagarða og að staðið verði við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í desember síðastliðnum um byggingu um um 750 stúdentaíbúða á næstu fimm árum. Rektor getur lagst á sveif með stúdentum í svona málum Háskóli Íslands er samfélag og rektor er fulltrúi bæði starfsfólks og nemenda. Ég legg jafnframt áherslu á að gera starfið innan Háskóla Íslands sýnilegra enda er þar unnið mjög mikilvægt starf í þágu samfélagsins alls sem er kostað að miklu leyti af skattfé almennings.. Einnig vil ég stuðla að auknu samstarfi við stofnanir og atvinnulíf. Það mætti t.a.m. gera með því að bjóða stúdentum að vinna fleiri raunhæf verkefni í tengslum við fyrirtæki og stofnanir í landinu. Verði ég kjörinn rektor mun ég beita mér fyrir því að stofnuð verði sérstök skrifstofa sem hefur það hlutverk að skipuleggja slíkt samstarf og auðvelda nemendum að vinna raunhæf verkefni hjá stofnunum og fyrirtækjum. Í öllum þessum málum og fleirum fara hagsmunir stúdenta og Háskólans saman. Ég mun hafa það að leiðarljósi verði ég kjörinn rektor Háskóla Íslands 13. apríl. Ég þakka ykkur kærlega fyrir og óska eftir stuðningi ykkar.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í vikunni.
Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11
Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun