Enski boltinn

Robin van Persie verður ekki með í Manchester-slagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie meiddist í lok febrúar.
Robin van Persie meiddist í lok febrúar. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi sínum í dag að Robin van Persie verður ekki með í Manchester-slagnum á sunnudaginn.

Van Persie er byrjaður að æfa á ný eftir að hafa meiðst í lok febrúar, en hann er ekki klár í slaginn og verður ekki í leikmannahópnum.

Hollenski framherjinn hefur ekki verið með United í síðustu fimm leikjum í úrvalsdeildinni sem hafa allir unnist.

Leikurinn mun hafa mikil áhrif á Meistaradeildarbaráttuna, en Liverpool, sem er í fimmta sætinu, mætir Newcastle um helgina.

Þegar United og City mættust á Etihad-vellinum fyrr á tímabilinu unnu Englandsmeistararnir eins marks sigur. Sergio Agüero skoraði markið á 63. mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×