Enski boltinn

Kompany missir mögulega af grannaslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini segir að það sé óvíst hvort að Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, nái stórleiknum gegn Manchester United á sunnudag.

Kompany meiddist í 2-1 tapi City gegn Crystal Palace á mánudag en Pellegrini segir að ástandið verði metið á morgun.

„Hann gat klárað síðasta leik en hann gat ekki æft eins og venjulega í þessari viku. Við sjáum á morgun hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Pellegrini á blaðamannafundi í dag.

Líklegt er að Eliaquim Mangala muni taka stöðu Kompany í vörninni ef Belginn getur ekki spilað, þar sem Dedryck Boyata er meiddur.

Pellegrini sagði einnig að þeir Stevan Jovetic og Wilfried Bony myndu einnig missa af leiknum vegna meiðsla en hvorugur var með í leiknum gegn Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×