Á myndinni er Leto með grænlitað hár, sem svipar til Jókersins, með myndavél á lofti en myndin er sögð vísun í fræga teikningu af Jókernum úr myndasögunni The Killing Joke.

Myndin er frá DC-Comics og mun innihalda ilmenni á borð við Harley Quinn, leikin af Margot Robbie, Deadshot, leikinn af Will Smith, Jókerinn, leikinn af Jared Leto, Captain Boomerang, leikinn af Jai Courtney, Rick Flagg, leikinn af Joel Kinnaman, og Enchantress, leikin af Cara Delevingne.
#WhereIsJared #SuicideSquad pic.twitter.com/D5tMnMGBop
— David Ayer (@DavidAyerMovies) April 10, 2015