Enski boltinn

Spilar Costa næst í maí?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ólíklegt er að sóknarmaðurinn Diego Costa spili með Chelsea fyrr en í næsta mánuði, eftir því sem knattspyrnustjórinn Jose Mourinho segir.

Costa kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri Chelsea á Stoke um helgina en þurfti að fara af velli stuttu síðar eftir að meiðsli aftan í læri tóku sig upp. Hann hefur nú verið að glíma við meiðslin í nokkurn tíma.

„Það eru átta leikir eftir af tímabilinu,“ sagði Mourinho. „Það væri eðlilegt ef hann næði fjórum.“

Mourinho sagði einnig að Costa væri sá eini sem væri frá vegna meiðsla. „Allir eru í lagi og klárir í slaginn. Mikel er tilbúinn, Fabregas líka með grímu. Engin vandamál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×