Enski boltinn

Fábregas hetja Chelsea í Lundúnaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cesc Fábregas var hetja Chelsea þegar liðið lagði QPR að velli, 0-1, á Loftus Road í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fábregas skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu með góðu skoti eftir sendingu Eden Hazard. Þetta var fyrsta og eina skot Chelsea á markið í leiknum.

Lærisveinar José Mourinho hafa oft spilað betur en á Loftus Road í dag og það voru heimamenn sem voru nær því að skora áður en Fábregas tryggði Chelsea sigurinn.

Thibaut Courtois átti frábæran leik í marki Chelsea og varði m.a. glæsilega frá Matthew Phillips í seinni hálfleik.

Með sigrinum náði Chelsea sjö stiga forskoti á Arsenal en bláliðar eiga einnig leik inni.

QPR er hins vegar enn í 18. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×