Enski boltinn

Ramsey skaut Arsenal nær Chelsea | Sjáðu sigurmarkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. vísir/getty
Arsenal vann sinn áttunda leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið bar sigurorð af Burnley í síðasta leik dagsins.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en eina mark leiksins kom eftir tólf mínútna leik. Markið skoraði Aaron Ramsey eftir darraðdans í teig heimamanna, en markið má sjá hér neðst í fréttinni.

Staðan var 1-0 í hálfleik og ekkert mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik. Heimamenn reyndu að jafna, en gestirnir voru nær því að bæta við marki heldur en heimamenn að jafna.

Áttundi sigur Arsenal í röð sem er fjórum stigum frá Chelsea á toppnum. Chelsea á þó tvo leiki til góða, þar á meðal leik gegn QPR á morgun. Burnley er í nítjánda sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.

0-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×