Enski boltinn

Benteke tryggði Villa mikilvægan sigur

Benteke fagnar marki sínu í dag.
Benteke fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Christian Benteke tryggði Aston Villa mikilvægan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knatspyrnu í dag, 1-0. Eina markið kom í fyrri hálfleik.

Tottenham var meira með boltann, en eina mark leiksins skoraði Christian Benteke. Hann skoraði það með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Leandro Bacuna.

Benteke hefur skorað síðustu sex mörk Aston Villa í deildinni. Gestirnir skutu einnig í stöng áður en flautað var til hálfleiks, en staðan var 0-1 í hálfleik.

Þannig hélst staðan í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að heimamenn væru nánast allan tímann með boltann í síðari hálfleik sköpuðu þeir sér lítið af færum og lokatölur 0-1.

Aston Villa skaust með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar, en liðið er nú sex stigum frá fallsæti. Meistaradeildardraumar Tottenham fóru nú endanlega úr sögunni, en þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar með 54 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×