Volkswagen stjóri í Kína fær lífstíðardóm vegna mútuþægni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:40 Nú fá mútuþægnir starfsmenn kínverska ríkisins að finna fyrir því. Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent