„Ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 15:45 Tilfinningarnar leyna sér ekki hjá Atla. „Við Nanna Bryndís vorum saman í grunnskóla en það eru mörg, mörg ár síðan,“ segir Atli Freyr Demantur. Hann er í forgrunni í glænýju textamyndbandi Of Monsters And Men við lagið I Of The Storm. Lagið kom út í dag og verður á plötunni Beneath The Skin sem væntanleg er 8. júní næstkomandi. Líkt og með lagið Crystals er myndbandið unnið af Tjarnargötunni. Þann 4. maí hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar. Fyrst er förinni heitið til Norður-Ameríku en sveitin heldur síðan til Evrópu í júní. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta,“ segir Atli en hann býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem förðunarfræðingur.Varð strax ástfanginn af laginu Upphaflega planið var að stökkva inn í stúdíó, taka myndbandið upp og hverfa strax af landi brott en Atli ákvað að verja hér tveimur auka dögum til að hitta vini og fjölskyldu. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Í gegnum tíðina hefur Atli aðeins fiktað við leiklist. Sem barn talaði hann inn á teiknimyndir og átti það til að leika með Leikfélagi Keflavíkur. Að auki hefur hann leikið lítil hlutverk sem eru í bakgrunni í ýmsum sjónvarpsþáttum. „Ég enda oft í leiklistinni þó ég sé yfirleitt meira bak við myndavélina.“ „Ég er eitt stórt bros og hlakka til að sjá viðbrögðin við myndbandinu. Lagið er auðvitað frábært og þau eru algerir snillingar í hljómsveitinni. Það verður gaman að sjá þetta allt,“ segir Atli. Tónlist Tengdar fréttir Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við Nanna Bryndís vorum saman í grunnskóla en það eru mörg, mörg ár síðan,“ segir Atli Freyr Demantur. Hann er í forgrunni í glænýju textamyndbandi Of Monsters And Men við lagið I Of The Storm. Lagið kom út í dag og verður á plötunni Beneath The Skin sem væntanleg er 8. júní næstkomandi. Líkt og með lagið Crystals er myndbandið unnið af Tjarnargötunni. Þann 4. maí hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar. Fyrst er förinni heitið til Norður-Ameríku en sveitin heldur síðan til Evrópu í júní. „Ég var staddur í Kína að vinna að myndatöku þar þegar Nanna hringdi í mig og sagði mér að þau vildu fá mig í þetta. Það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað og gerði þetta,“ segir Atli en hann býr í Kaupmannahöfn og starfar þar sem förðunarfræðingur.Varð strax ástfanginn af laginu Upphaflega planið var að stökkva inn í stúdíó, taka myndbandið upp og hverfa strax af landi brott en Atli ákvað að verja hér tveimur auka dögum til að hitta vini og fjölskyldu. „Ég varð strax ástfanginn af laginu og hlustaði ekki á neitt annað næstu fimm daga eftir þetta. Lagið er allt öðruvísi en Crystals. Það er kraftmikið meðan þetta er tilfinningaríkara og persónulegra. Það er kraftmikið á allt annan hátt.“ Í gegnum tíðina hefur Atli aðeins fiktað við leiklist. Sem barn talaði hann inn á teiknimyndir og átti það til að leika með Leikfélagi Keflavíkur. Að auki hefur hann leikið lítil hlutverk sem eru í bakgrunni í ýmsum sjónvarpsþáttum. „Ég enda oft í leiklistinni þó ég sé yfirleitt meira bak við myndavélina.“ „Ég er eitt stórt bros og hlakka til að sjá viðbrögðin við myndbandinu. Lagið er auðvitað frábært og þau eru algerir snillingar í hljómsveitinni. Það verður gaman að sjá þetta allt,“ segir Atli.
Tónlist Tengdar fréttir Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42 Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31 Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Uppselt á OMAM - Aukatónleikar farnir í sölu Uppselt er á tónleika Of Monsters and Men í Eldborg 19. ágúst. Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir. 24. mars 2015 12:42
Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Syngur af mikilli innlifun með laginu Crystals. 16. mars 2015 19:31
Næstu tvö ár verða mjög annasöm Mikið er um að vera hjá Of Monsters and Men þessa dagana. Platan að klárast. 9. febrúar 2015 09:00