Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 14:41 Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. Þá verður kynnt ónvenjulegt tækifæri fyrir ferðamenn til að tengjast íslenskri ferðaþjónustu, en það er leitarvélin Guðmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk. Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þau munu svara spurningum áhugasamra ferðamanna á lifandi og skemmtilegan hátt í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins bæði með myndböndum og skriflegum svörum. Helstu miðlar verða Facebook, Twitter og Youtube. Ask Guðmundur leitarvélin er kannski ekki eins hröð og tölva og getur ekki svarað öllum spurningum, en verandi mannleg getur hún svarað persónulega og jafnvel leitað svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Þetta býður upp á bæði skemmtilega persónulega tengingu og einlægari svör en nokkur vélræn leitarvél getur boðið. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, og fræða og hvetja erlenda ferðamenn til þess að heimsækja Ísland utan háannar, ferðast víðar um landið og aðhafast meira með íslenskri ferðaþjónustu. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að aðaláherslan í markaðssetningu Íslands í dag miði að því að vekja áhuga á Íslandi utan háannar og að fá fólk til þess að ferðast víðar um landið. „Þannig stuðlum við að aukinni sjálfbærni með því að dreifa álaginu og gefa fleirum kost á að njóta alls þess jákvæða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Við viljum vekja athygli á þeirri frábæru vöru og þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða og hvetja þá til að njóta þeirrar upplifunnar sem ferðalag til Íslands er. Með þessu skemmtilega verkefni, Ask Guðmundur, vekjum við athygli umheimsins á Íslandi. Það að bjóða upp á mannlega leitarvél gefur persónulega nálgun sem og gríðarleg tækifæri til þess að vekja betur athygli á hverjum landshluta fyrir sig og eigum við gott samstarf við markaðsstofur landshlutanna í þeim efnum. Samstarfið við Guðmundur og Guðmunda landsins hefur líka verið alveg frábært. Þetta er einstaklega jákvæður hópur sem er til í að taka þátt í þessari skemmtilegu nálgun með okkur.“Hlakkar til að heyra hvað fólk þyrstir að vita Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda. Fyrstur til að ríða á vaðið er Guðmundur Karl Jónsson frá Norðurlandi, en hann er mikill skíða- og golf áhugamaður. Hann mun svara fyrstu spurningum ferðamanna um Ísland. Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. Þá verður kynnt ónvenjulegt tækifæri fyrir ferðamenn til að tengjast íslenskri ferðaþjónustu, en það er leitarvélin Guðmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk. Sjö Guðmundur og Guðmundar hafa verið valin til þess að taka þátt í verkefninu, hvert frá sínum landshluta; Reykjavík, Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þau munu svara spurningum áhugasamra ferðamanna á lifandi og skemmtilegan hátt í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins bæði með myndböndum og skriflegum svörum. Helstu miðlar verða Facebook, Twitter og Youtube. Ask Guðmundur leitarvélin er kannski ekki eins hröð og tölva og getur ekki svarað öllum spurningum, en verandi mannleg getur hún svarað persónulega og jafnvel leitað svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Þetta býður upp á bæði skemmtilega persónulega tengingu og einlægari svör en nokkur vélræn leitarvél getur boðið. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, og fræða og hvetja erlenda ferðamenn til þess að heimsækja Ísland utan háannar, ferðast víðar um landið og aðhafast meira með íslenskri ferðaþjónustu. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að aðaláherslan í markaðssetningu Íslands í dag miði að því að vekja áhuga á Íslandi utan háannar og að fá fólk til þess að ferðast víðar um landið. „Þannig stuðlum við að aukinni sjálfbærni með því að dreifa álaginu og gefa fleirum kost á að njóta alls þess jákvæða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Við viljum vekja athygli á þeirri frábæru vöru og þjónustu sem ferðamönnum stendur til boða og hvetja þá til að njóta þeirrar upplifunnar sem ferðalag til Íslands er. Með þessu skemmtilega verkefni, Ask Guðmundur, vekjum við athygli umheimsins á Íslandi. Það að bjóða upp á mannlega leitarvél gefur persónulega nálgun sem og gríðarleg tækifæri til þess að vekja betur athygli á hverjum landshluta fyrir sig og eigum við gott samstarf við markaðsstofur landshlutanna í þeim efnum. Samstarfið við Guðmundur og Guðmunda landsins hefur líka verið alveg frábært. Þetta er einstaklega jákvæður hópur sem er til í að taka þátt í þessari skemmtilegu nálgun með okkur.“Hlakkar til að heyra hvað fólk þyrstir að vita Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda. Fyrstur til að ríða á vaðið er Guðmundur Karl Jónsson frá Norðurlandi, en hann er mikill skíða- og golf áhugamaður. Hann mun svara fyrstu spurningum ferðamanna um Ísland. Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira