Hver var Freddie Gray? - Myndbönd Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2015 12:15 Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Vísir/EPA Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni
Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29
Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33
Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11