Innlent

Flugu yfir eldgosið og urðu vitni að einstöku augnabliki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gosið var á þessum tíma afar virkt enda tiltölulega nýhafið.
Gosið var á þessum tíma afar virkt enda tiltölulega nýhafið. Skjáskot úr myndbandinu
Félagarnir Snorri Bjarnvin Jónsson hjá Dabbfilms og ljósmyndarinn Haukur Snorrason virtu fyrir sér eldsumbrotin í Holuhrauni síðastliðið haust. Snorri tók upp ansi hreint magnað myndband sem sjá má hér að neðan.

Gosið var á þessum tíma afar virkt enda tiltölulega nýhafið. Sólin skein glæsilega þennan dag og þegar sólin skein í gegnum gosmökkin blasti við þeim félögum einkennileg sjón. Reyndar urðu þeir hennar ekki varir fyrr en daginn eftir þegar Haukur fór að vinna ljósmyndirnar sínar.

Eins og sjá má myndar mökkurinn munstur sem svipar til Íslands og sólin skín í gegn um mökkinn einmitt á þeim stað á Íslandi þar sem Holuhraun er staðsett, rétt norðan Vatnajökuls.

Eins og gefur að skilja segir myndbandið að neðan meira en þúsund orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×