Körfubolti

Einar Árni tekur við Þór Þorlákshöfn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Árni við undirritun samningsins.
Einar Árni við undirritun samningsins. mynd/facebook-síða þórs
Einar Árni Jóhannsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Þór Þorlákshöfn í Domino's deild karla í körfubolta.

Einar tekur við liðinu af Benedikt Guðmundssyni sem hafði stýrt Þór frá árinu 2010. Undir stjórn Benedikts komst Þór í lokaúrslitin 2012 þar sem liðið tapaði 3-1 fyrir Grindavík. Þórsarar enduðu í 7. sæti Domino's deildarinnar í vetur og féllu svo úr leik fyrir Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Einar hefur þjálfað í Njarðvík undanfarin ár, bæði meistaraflokk og yngri flokka. Hann stýrði Njarðvíkingum til meistaratitils árið 2006.

Þórsarar sömdu einnig við fjóra heimamenn í dag; Baldur Þór og Þorstein Má Ragnarssyni, Emil Karel Einarsson og Emil Karel Einarsson. Baldur verður einnig aðstoðarþjálfari Einars sem og styrktarþjálfari Þórsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×