Enski boltinn

Sex leikmenn frá Chelsea í liði ársins á Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serbarnir Branislav Ivanovic og Nemanja Matic eru báðir í liði ársins.
Serbarnir Branislav Ivanovic og Nemanja Matic eru báðir í liði ársins. vísir/getty
Chelsea á sex leikmenn í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. Það eru leikmannasamtökin sem velja liðið. Í kvöld verður svo tilkynnt hverjir hljóta nafnbótina besti leikmaður tímabilsins og besti ungi leikmaður tímabilsins.

Þrír af fjórum varnarmönnum í liði ársins koma frá Chelsea; Branislav Ivanovic, Gary Cahill og John Terry. Ryan Bertrand, leikmaður Southampton og fyrrverandi leikmaður Chelsea, er einnig í fjögurra manna varnarlínunni. David De Gea, markvörður Manchester United, stendur í rammanum.

Alexis Sánchez (Arsenal), Philippe Coutinho (Liverpool) og Chelsea-mennirnir Nemanja Matic og Eden Hazard eru á miðjunni í liði ársins en athygli vekur að ekkert pláss er fyrir Cesc Fábregas, leikmann Chelsea sem hefur lagt upp flest mörk allra í úrvalsdeildinni í vetur.

Diego Costa (Chelsea) og Harry Kane (Tottenham) skipa svo framherjastöðurnar en þeir hafa verið iðnir við kolann í vetur. Sergio Agüero, markhæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar, kemst ekki í liðið sem má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×