Enski boltinn

Wenger: Höfðum ekki efni á Hazard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal hefur verið á gríðarlegri siglingu á undanförnum vikum.
Arsenal hefur verið á gríðarlegri siglingu á undanförnum vikum. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa ekki keypt Eden Hazard til félagsins sumarið 2012.

Viðræður Hazards og Arsenal sumarið 2012 voru langt komnar þegar Wenger ákvað að Skytturnar hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að keppa við Chelsea um Hazard.

Chelsea pungaði út 32 milljónum fyrir Hazard sem hefur bætt sig með hverju árinu hjá Chelsea og er í dag einn allra besti leikmaður úrvalsdeildarinnar.

„Ég sé ekki eftir þessu því á þessum tíma höfðum við ekki efni á Hazard. Þetta var ekki fýsilegur kostur fyrir okkur fjárhagslega,“ sagði Wenger en Hazard verður væntanlega í eldlínunni þegar Chelsea sækir Arsenal heim í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hazard þykir líklegastur til að vera valinn leikmaður ársins á Englandi en Wenger er sannfærður um að baráttan um þessi verðlaun standi á milli Hazards og Alexis Sanchez, leikmanns Arsenal.

„Þetta verður tæpt. Við megum ekki gleyma að þetta er fyrsta tímabil Sanchez á Englandi. Þeir Hazard munu kljást um þetta.

„Það eru allir sammála um að Hazard hefur átt frábært tímabil. Hann hefur þrokast mikið. Úrslitasendingarnar hans eru betri, hann gerir sig meira gildandi á vellinum og hann klárar færin sín betur,“ sagði Wenger.

Leikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Hazard skoraði í fyrri leiknum gegn Arsenal sem Chelsea vann 2-0.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×