Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Tindastóll 104-91 | Yfirburðir hjá KR og 2-1 forysta Eiríkur Stefán Ásgeirsson í DHL-höllinni skrifar 26. apríl 2015 21:15 Michael Craion. vísir/ernir KR er aftur komið með forystu í lokaúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sannfærandi sigur á Tindastóli á heimavelli í kvöld. KR náði undirtökunum snemma í fyrri hálfleik en það var svo góður sprettur í upphafi þriðja leikhluta sem gerði endanlega út um leikinn. KR náði þá nærri 30 stiga forystu og var það of mikið fyrir gestina. Tindastóll var enn og aftur án stóra Bandaríkjamannsins síns, Myron Dempsey, sem er enn að glíma við eftirköst þess að hafa fengið högg á æfingu skömmu fyrir fyrsta leik liðanna í rimmunni. Darrel Flake, sem átti stórleik í fjarveru Dempsey í Síkinu á fimmtudag, var stöðvaður af öflugum varnarleik KR í kvöld. Heimamenn spiluðu þar að auki frábæran sóknarleik en til marks um það nýttu KR-ingar öll níu 2ja stiga skot sín í fyrri hálfleik - og sjö af ellefu þriggja stiga skotum. Þrátt fyrir það var munurinn aðeins tólf stig í hálfleik en KR-ingar voru fljótir að breyta því. Brynjar Þór Björnsson, sem var magnaður í fyrri hálfleik með 20 stig, bætti við tveimur þristum til viðbótar í upphafi síðari hálfleiksins á meðan að skotnýtingin dofnaði enn frekar hjá gestunum. Hann skoraði alls 26 stig í leiknum. Það var þá ekki að spyrja að leikslokum, munurinn jókst með hverri mínútunni og undir lok þriðja leikhluta var ljóst að Tindastóll átti litla möguleika á endurkomu. KR sýndi allar sínar bestu hliðar í kvöld og var erfitt fyrir Tindastól að mæta styrk þeirra þegar lykilmann vantaði í þeirra lið. Stólarnir sýndu hvað í þeim býr með sigri í Síkinu í öðrum leiknum og vita því hvað þarf til þegar liðin mætast í Sauðárkróki á fimmtudagskvöld. Brynjar Þór átti stórleik fyrir KR sem fyrr segir en Michael Craion var einnig gríðarlega drjúgur og skoraði 29 stig. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum en KR skilaði frábærri skotnýtingu í kvöld, um 80% í 2ja og yfir 50% í 3ja stiga skotum. Pavel og Helgi Már skiluðu einnig flottum tölum. Án Dempsey verður baráttan erfið fyrir Tindastól í næsta leik og það vita KR-ingar mætavel. Það gæti orðið hættulegt fyrir þá svarthvítu að tapa þeim leik og mæta svo í oddaleik hér í höfuðborginni, gegn dýrvitlausu liði Tindastóls sem væri þá mögulega búið að endurheimta Dempsey.Israel Martin fer yfir málin í kvöld.vísir/ernirMartin: Fengum bestu útgáfuna af KR Þjálfari Tindastóls segir ljóst að það sé erfitt að vinna KR í þeim ham sem liðið var í í kvöld. Hans menn þurfi að spila öflugri vörn til að eiga möguleika. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og það munaði bara tólf stigum þá. Leikurinn er ekki búinn þegar það munar bara tólf stigum,“ sagði Martin við Vísi eftir leikinn. „Þeir settu niður auðveld þriggja stiga skot enduðu yfir 50% í skotnýtingu. Það var erfitt en við gerðum okkur einnig erfitt fyrir með því að koma okkur í villuvandræði, sérstaklega hjá Flake og Helga Rafni - mönnunum fyrir innan. Þeir fóru of snemma í þrjár villur og þá enduðum við með því að spila með fjóra litla menn. Og það var mjög erfitt.“ „Það er alveg ljóst að ef það er spilað upp á stigaskorun þá mun KR vinna. Við þurfum að láta þetta snúast um varnarleikinn. Þá eigum við möguleika. Við erum þó að spila við besta lið landsins. Það er KR. Í dag sáum við bestu útgáfuna af KR.“ Myron Dempsey spilaði ekki með í dag en Martin staðfesti við blaðamann að leikmaðurinn væri að glíma við eftirköst heilahristings. „Hann er að verða betri með hverjum deginum en ég get ekki sagt þér hvort hann verði með í næsta leik. Það veit enginn í dag.“ „En svona er bara staðan. Við erum að reyna að gera okkar besta og allir eru að berjast. Við þurfum ekkert að pirra okkur á öðrum málum, heldur bara halda áfram beinir í baki. Við höfum unnið KR án hans og ég trúi á liðsheildina - ekki einstaklinga.“Helgi Már Magnússon í baráttunni við Helga Frey Margeirsson.vísir/ernirFinnur Freyr: Fá sem flesta í vetrarsæluna fyrir norðan Þjálfari KR-inga var vitaskuld ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld en KR tók þá mikilvægt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. „Við hittum vel í sókninni en getum gert betur í vörninni. Við vorum að tapa boltanum of mikið. En við hittum vel og fundum strax að það gekk vel, ólíkt leiknum á Króknum þar sem við gátum nánast ekki keypt okkur körfu. En við verðum að vera töffarar og taka þessi opnu skot sem þeir eru að gefa okkur. Ef þeir vilja gefa okkur skot þá verðum við að negla þeim niður.“ KR-ingar komu gestunum í villuvandræði snemma sem gerði Tindastóli erfitt fyrir í vörninni. „Þessir strákar spila fast og við erum að sækja mikið á þá með Mike. Stundum falla ákvarðanir dómara með okkur og stundum ekki en við erum harðákveðnir í því að spila áfram okkar leik sama hvað. Sem betur fer gekk það, þrátt fyrir mótlæti í öðrum leikhluta [þegar KR fékk þrjár umdeildar villur dæmdar á sig með skömmu millibili].“ KR var með tólf stiga forystu í hálfleik en gerði út um leikinn í þeim þriðja. „Í hálfleik sagði ég þeim bara að halda áfram. Þetta snýst um að vera yfir í lokin og ef maður getur aukið á forystuna með hverjum leikhlutanum þá er maður í góðum málum. Við löguðum aðeins varnarleikinn og héldum áfram að spila okkar sókn. Við fengum opin skot strax í byrjun, fundum Mike undir körfunni og fengum hraðaupphlaup.“ Finnur Freyr hvetur alla KR-inga til að koma á Sauðárkrók á miðvikudag, þar sem hans menn ætla sér að tryggja titilinn. „Við höfum átt tvo leiðinlega leiki á Króknum í vetur og nú finnst okkur tími til kominn að spila vel og vinna þá. Ég trúi ekki öðru en að menn mæti vel stemmdir í þann leik.“ „Ég hvet hvern einasta KR-ing til að taka sér frí í vinnunni og skella sér í vetrarsæluna fyrir norðan - lengja veturinn aðeins,“ sagði Finnur í léttum dúr. „Ég vona að fólk fjölmenni enda mikil stemning á Króknum og gaman að spila þar í frábærri umgjörð Tindastóls.“Pavel Ermolinskij var öflugur í kvöld.vísir/ernirBrynjar Þór: Enginn vorkenndi okkur þegar Pavel meiddist Brynjar Þór Björnsson tók undir það að það sé erfitt að vinna KR þegar liðið spilar jafn góðan körfubolta og liðið gerði gegn Tindastóli í kvöld. „Við viljum meina að þegar við spilum okkar best þá standist okkur fá lið snúning. Ég held að það hafi verið raunin í kvöld,“ sagði Brynjar Þór sem sagði gott að hafa notið heimavallarins í kvöld. „Það er allt annað að spila í þessu húsi enda erum við taplausir hér í allan vetur. Okkur líður vel hér og þeim líður vel í Síkinu. En við ætlum svo sannarlega að fara norður á miðvikudag og klára þetta.“ Darrell Flake átti stórleik í sigri Tindastóls á fimmtudaginn en honum var haldið niðri í kvöld. „Við ákváðum að leyfa Mike [Craion] að dekka Helga Rafn. Helgi [Már] fór því í að dekka Flake. Flake er „jump-shooter“ eins og við segjum á góðri íslensku og vill lúra við þriggja stiga línuna og taka þessi stökkskot. Það var aðalbreytingin - halda Mike nær körfunni og þegar hann er inni í teignum þá er ekkert grín að keyra að körfunni enda er hann með langar hendur og blokkar allt saman.“ Hann vonast til að Myron Dempsey jafni sig sem fyrst og spili með Tindastóli á miðvikudaginn. „Auðvitað viljum við hafa alla heila og að allir séu með. En okkur var ekkert vorkennt þegar Pavel meiddist og ég held að það hafi hlakkað í flestum þegar hann varð fyrir sínum meiðslum. Þannig að okkur er alveg sama hvort Dempsey sé með eða ekki.“KR-Tindastóll 104-91 (28-19, 25-22, 32-18, 19-32)KR: Michael Craion 29/13 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 26, Pavel Ermolinskij 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/8 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 8/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6, Björn Kristjánsson 5.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 19/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 19/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 9, Darrell Flake 9, Sigurður Páll Stefánsson 6, Svavar Atli Birgisson 6, Viðar Ágústsson 2.[Bein lýsing]Leik lokið | 104-91: Stólarnir ná aðeins að laga stöðuna hér í lokin en niðurstaðan er engu að síður afar öruggur sigur KR.36. mín | 96-73: Stólarnir ná ekki að halda uppteknum hætti eftir þetta ágæta áhlaup. Sigurinn er einfaldlega tryggður fyrir KR-inga.35. mín | 92-72: Sjö stig í röð hjá gestunum og þeir mega eiga að þeir gefast ekki upp. Tíminn vinnur þó með KR-ingum sem eru enn með fjóra byrjunarliðsmenn inni á vellinum.32. mín | 92-65: Darri hleður í þrist áður en Stólarnir minnka aftur muninn í 25 stig. Darri tekur þá bara til sinna ráða og skellir í annan þrist, áður en Helgi Freyr svarar í sömu mynt. Skotsýning í gangi núna. Flake og Lewis hvíla báðir núna.Þriðja leikhluta lokið | 85-59: Þetta lítur mjög erfiðlega út fyrir Tindastól enda erfitt að ráða við KR-inga eða nokkurt lið sem kemst í annan eins skotham og heimamenn hafa verið í í kvöld. 15/18 í 2ja og 13/21 í 3ja hjá heimamönnum sem er magnað. Brynjar Þór skellti sér í tvo þrista í viðbót og er kominn með 26 stig. Stigin: KR: Brynjar 26, Craion 25, Helgi 13, Pavel 13, Björn 5, Darri 3. Tindastóll: Lewis 19, Helgi Rafn 9, Flake 9, Ingvi 7, Helgi Freyr 6, Pétur 5, Svavar 4.29. mín | 83-59: Helgi Freyr og Helgi Rafn með góða þrista fyrir Tindastól en sá síðarnefndi nælir sér svo í sína fjórðu villu sem flækir málin fyrir gestina. Pavel, Helgi Már og Björn koma svo allir með þrista og gera þetta allt saman að ókleifum múr fyrir þá vínrauðu.26. mín | 72-45: Brynjar klikkar að þessu sinni en þá kemur Pavel og neglir niður einum. 25 stiga munur. Stólarnir enn að klikka utan þriggja stiga línunnar. Craion refsar svo með hröðu upphlaupi og and-1 sókn. Klikkar reyndar á vítinu en munurinn samt 27 stig. Þetta áhlaup hjá KR er að fara langt með leikinn.24. mín | 65-43: Enn einn þristurinn hjá Brynjari og munurinn orðinn 22 stig. Stólarnir eru enn þvingaðir í erfið skot af frábærum varnarleik KR-inga og þetta er allt saman mjög erfitt hjá þeim.23. mín | 62-43: Craion setur niður tíunda 2ja skot KR í röð en svo klikkar Helgi Már í næstu sókn KR. En Brynjar bætir upp fyrir það með því að setja niður sinn fimmta þrist í leiknum og Darri eykur svo muninn í sautján stig með góðum spretti inn í teig. Stólarnir eru ekki að hitta vel. Craion skorar svo og gestirnir taka leikhlé. Munurinn skyndilega nítján stig eftir 9-2 sprett.21. mín | 53-41: Þá byrjar veislan í síðari hálfleik. Ég er enn að átta mig á þessari mögnuðu skotnýtingu KR-inga í fyrri hálfleik. 9/9 í 2ja og 7/11 í 3ja.Magnaður Brynjar Þór: Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá Brynjari. 20 stig og fjórir þristar niður í fimm tilraunum. Hann nýtti bæði skotin sín innan bogans og svo fjögur skot af fimm á vítalínunni. Brynjar var líka frábær í fyrsta leiknum og Stólarnir verða að stöðva hann í síðari hálfleik.Frákastabaráttan jöfn: Eftir að KR-ingar átu Tindastól í frákastabaráttunni í fyrsta leiknum í rimmunni er hún jöfn að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 12-12. KR hefur þó tapað fleiri boltum (9-5).Tölfræði fyrri hálfleiks: Frákastabaráttan jöfn: Eftir að KR-ingar átu Tindastól í frákastabaráttunni í fyrsta leiknum í rimmunni er hún jöfn að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 12-12. KR hefur þó tapað fleiri boltum (9-5).Stólarnir þurfa stærri skot: Tindastóll er 14/27 í 2ja stiga nýtingu (52%) og 4/14 í 3ja stiga (29%). Stólarnir hafa verið að treysta á stór skot en miðað við spilamennsku KR í kvöld þurfa þeir betri nýtingu en þetta.Fullkomnir KR-ingar: KR er með 100 prósenta nýtingu í tveggja stiga skotum. Öll níu hafa ratað niður. KR er svo með 7/11 nýtingu utan þriggja stiga línunnar, 64%. Þetta verður ekki mikið betra. KR-ingar hafa skotið ótrúlega vel í fyrri hálfleiknum.KR: Brynjar 20/0/1, Craion 15/7/2, Helgi 11/1/2, Pavel 4/1/4, Björn 2/0/0, Darri 1/3/1.Tindastóll: Lewis 11/4/1, Flake 9/0/0, Ingvi 7/0/0, Helgi Rafn 4/1/0, Svavar Atli 4/3/0, Helgi Freyr 3/1/1, Pétur 3/3/5.Fyrri hálfleik lokið | 53-41: KR-ingar létu gestina hafa fyrir hlutunum hér í lokin. Fjórar fiskaðar villur í síðustu sex sóknum KR og heimamenn náðu að auka muninn aftur í fimmtán stig. En Flake kom með góða innkomu eftir hvíld á bekknum, skilaði fimm stigum áður en Ingvi hlóð í mikilvægan þrist í lokin. Tólf stiga munur er ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir Tindastól en útlitið er bjart fyrir heimamenn miðað við hvernig þróun fyrri hálfleiksins.18. mín | 44-31: Craion hefur nú farið tvisvar á vítalínuna og nýtt þrjú skot. Lewis er kominn með þrjár villur hjá Tindastóli og er tekinn af velli.17. mín | 40-31: Dómararnir í aðalhlutverki. Þrír stórir dómar, allir gegn KR. Fyrst skref á Brynjar Þór eftir að hann fékk Helga Rafn á sig, svo óíþróttamannsleg villa á Brynjar fyrir að halda Pétri, svo tæknivilla á Pavel - líklega fyrir kjaftbrúk. Gæti verið rangt hjá mér en tæknivilla engu að síður. Stólarnir minnka muninn í níu stig, það er allt og sumt.15. mín | 40-28: Brynjar kom með annan þrist og jók muninn í fimmtán stig. En þá náði Lewis að fiska villur á Darra og Craion í sömu sókninni áður en sá síðarnefndi tapaði boltanum í næstu sókn. Helgi Freyr Margeirsson kom svo með mikilvægan þrist áður en Finnur Freyr tók leikhlé. Þessi skot verða að detta hjá Stólunum ef þeir ætla sér eitthvað í kvöld.13. mín | 37-25: Brynjar með stóran þrist en Svavar Atli með fína innkomu og náði í tvö mikilvæg sóknarfrákast sem skilaði gestunum stigum. Björn kemur svo inn í lið KR og nær í tvö vítaköst. Munurinn nú orðinn tólf stig.Fyrsta leikhluta lokið | 28-19: Gestirnir kólnuðu í nýtingunni í síðari hluta framlengingarinnar en Lewis reddar þó miklu með því að setja niður þrist. Munurinn gæti verið meiri en Pavel og Helgi Már brenndu báðir af á lokamínútunni utan þriggja stiga línunnar.Stigin: KR: Craion 10, Helgi 9, Brynjar 7, Pavel 2. Tindastóll: Lewis 7, Helgi Rafn 4, Flake 4, Ingvi 4.8. mín | 23-16: Stólarnir ekki að hitta jafn vel og Brynjar Þór kveikir í kofanum með þristi. Tindastóll tekur leikhlé til að skerpa á sínum málum. Flake var kominn snemma með tvær villur og þarf hann að passa sig í slagnum.5. mín | 13-12: Stólarnir láta ekki setja sig út af laginu og spila glimrandi sóknarleik. Ingvi setti svo niður gott skot rétt við þriggja stiga línunnar þegar hann virtist í engu jafnvægi. Stórskemmtilegt.3. mín | 10-4: Bæði lið með mislukkaðar sendingar en baráttan fer að miklu leyti fram inn í teig. Það opnar möguleika fyrir skytturnar og Helgi Már kom KR sex stigum yfir með sínum öðrum þristi í leiknum.2. mín | 5-2: Craion byrjar undir körfunni en Flake setur niður lipurt stökkskot. Helgi Már hleður svo í þrist. Þetta byrjar ljómandi vel.1. mín | 0-0: Þriðji leikurinn er hafinn! Craion vann uppkastið og KR heldur í sókn.Fyrir leik: KR er deildarmeistari, tapaði bara tveimur leikjum allt tímabilið í deildinni, en tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. KR-ingar ætla sér ekki að láta hinn stóra titilinn sér úr greipum renna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þeir vilji sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir tapið á fimmtudaginn. Ef þeir ná að stjórna spennustiginu fræga gætu þeir hitt á dúndurleik í kvöld.Fyrir leik: Tindastóll þarf að vinna minnst einn leik í Reykjavík til að verða Íslandsmeistari. Kemur sá sigur í kvöld eða munu Stólarnir einbeita sér að því að vinna fjórða leikinn á heimavelli og treysta á að Dempsey verði klár í oddaleikinn? Ekki misskilja mig, auðvitað mun Tindastóll gefa allt sitt í leikinn í kvöld en ég trúi því að það mun ekki nein örvænting grípa um sig í liði norðanmanna tapi þeir leiknum í kvöld.Fyrir leik: Michael Craion skilaði flottum tölum á Króknum á fimmtudaginn (24/11/1) og góðri nýtingu í teignum (10/14). En flestir aðrir í liði KR voru talsvert frá sínu besta og vilja sjálfsagt kvitta fyrir þá frammistöðu í kvöld.Fyrir leik: Hvorn Lewis fáum við í kvöld?Darrel Lewis í leik 1: 6 stig (2/13 skotnýting), 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 fiskaðar villur, 5 framlagsstig.Darrel Lewis í leik 2: 26 stig (9/18 skotnýting), 11 fráköst, 4 stoðsendingar, 8 fiskaðar villur, 27 framlagsstig.En hér er twist-ið: Lewis tapaði ekki bolta í leik 1. Hann tapaði átta boltum í leik 2.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er lykilmaður í liði KR en hann var með sjö tapaða bolta í síðasta leik og þrjú stig. Skilaði tíu stoðsendingum og sjö fráköstum en KR-ingar þurfa að fá meira frá þessum frábæra leikmanni í kvöld.Fyrir leik: Það ætti að verða algjörlega trufluð stemning hérna í kvöld. Leikurinn í þráðbeinni á Stöð 2 Sport og leikið fyrir fullu húsi. Þetta gæti verið síðasti heimaleikur KR í vetur og næstsíðasti leikur vetrarins. Menn skulu njóta þessarar veislu meðan hennar nýtur við.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Leifur Sigfinnur Garðarsson, Jón Guðmundsson og Davíð Kristján Hreiðarsson - þeir sömu og dæmdu æsilegan oddaleik KR og Njarðvíkur. Þetta gæti orðið annar eins pakki í kvöld.Fyrir leik: Það er búið að stilla upp áhorfendapöllum fyrir aftan endalínur vallarins og er austurhlutinn þéttsetinn af stuðningsmönnum Tindastóls. Það er enn pláss vestanmegin fyrir stuðningsmenn KR sem eru þó búnir að troðfulla sinn hluta hefðbundnu stúkunnar.Fyrir leik: Að venju er búið að stilla upp heiðurssætum fyrir aftan bekk KR-liðsins. Þar eru Einar Bollason og fleiri gamlar kempur. Fyrir aftan þá eru Bjarni Guðjónsson, þjálfari knattspyrnuliðs KR, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, mættir og mér sýnist að þeir séu með nokkra leikmenn með sér. Þeir eru að sjálfsögðu klæddir í svart og hvítt.Fyrir leik: Allt virðist við það sama í liði KR. Allir taka þátt í upphitun inni á vellinum fyrir utan Michael Craion sem er að teygja fyrir aftan varamannabekkinn. Einbeiting skín úr augum leikmanna beggja liðsins enda vita þeir vel hversu mikilvægur leikurinn í kvöld er.Fyrir leik: Fyrir leik: Þrír af lykilmönnum liðs Tindastóls spiluðu allir fyrir unglingaflokk liðsins í úrslitaleik Íslandsmótsins gegn FSu í Stykkishólmi í gær. Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson spiluðu báðir allar 40 mínúturnar í leiknum og Ingvi Rafn Ingvarsson 37 mínútur. Þeir fengu lítinn tíma í endurheimt en þess ber þó að geta að þjálfari unglingaflokksins er Israel Martin, þjálfari meistaraflokks.Fyrir leik: Darrell Flake hefur verið á annarri löppinni í seríunni en verður með í kvöld. Hann var algjörlega magnaður í öðrum leik liðanna en Tindastóll vann hann á heimavelli, 80-72. Flake er með blátt „teip“ um hægri ökklann og virðist ekki vera haltur hér í upphituninni. Tindastóll verður að fá stórt framlag frá honum í kvöld í fjarveru Dempsey.Fyrir leik: Myron Dempsey verður ekki með Tindastóli í kvöld, fremur en í öðrum leikjum úrslitarimmunnar til þessa. Hann fékk höfuðhögg á æfingu og hefur hingað til verið talað um að hann ætti erfitt með sjón vegna þessa. Eitthvað hefur maður þó heyrt um að hann hafi fengið heilahristing og að það væri helst að hrjá honum. Það er þó með öllu óstaðfest en eitt er víst, Stólarnir hafa ekki afskrifað hann og vonast til að endurheimta hann fyrir fjórða leikinn í rimmunni en hann fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudag.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur. Hér verður fylgst með þriðja leik KR og Tindastóls í lokaúrsiltum Dominos-deildar karla. Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
KR er aftur komið með forystu í lokaúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sannfærandi sigur á Tindastóli á heimavelli í kvöld. KR náði undirtökunum snemma í fyrri hálfleik en það var svo góður sprettur í upphafi þriðja leikhluta sem gerði endanlega út um leikinn. KR náði þá nærri 30 stiga forystu og var það of mikið fyrir gestina. Tindastóll var enn og aftur án stóra Bandaríkjamannsins síns, Myron Dempsey, sem er enn að glíma við eftirköst þess að hafa fengið högg á æfingu skömmu fyrir fyrsta leik liðanna í rimmunni. Darrel Flake, sem átti stórleik í fjarveru Dempsey í Síkinu á fimmtudag, var stöðvaður af öflugum varnarleik KR í kvöld. Heimamenn spiluðu þar að auki frábæran sóknarleik en til marks um það nýttu KR-ingar öll níu 2ja stiga skot sín í fyrri hálfleik - og sjö af ellefu þriggja stiga skotum. Þrátt fyrir það var munurinn aðeins tólf stig í hálfleik en KR-ingar voru fljótir að breyta því. Brynjar Þór Björnsson, sem var magnaður í fyrri hálfleik með 20 stig, bætti við tveimur þristum til viðbótar í upphafi síðari hálfleiksins á meðan að skotnýtingin dofnaði enn frekar hjá gestunum. Hann skoraði alls 26 stig í leiknum. Það var þá ekki að spyrja að leikslokum, munurinn jókst með hverri mínútunni og undir lok þriðja leikhluta var ljóst að Tindastóll átti litla möguleika á endurkomu. KR sýndi allar sínar bestu hliðar í kvöld og var erfitt fyrir Tindastól að mæta styrk þeirra þegar lykilmann vantaði í þeirra lið. Stólarnir sýndu hvað í þeim býr með sigri í Síkinu í öðrum leiknum og vita því hvað þarf til þegar liðin mætast í Sauðárkróki á fimmtudagskvöld. Brynjar Þór átti stórleik fyrir KR sem fyrr segir en Michael Craion var einnig gríðarlega drjúgur og skoraði 29 stig. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum en KR skilaði frábærri skotnýtingu í kvöld, um 80% í 2ja og yfir 50% í 3ja stiga skotum. Pavel og Helgi Már skiluðu einnig flottum tölum. Án Dempsey verður baráttan erfið fyrir Tindastól í næsta leik og það vita KR-ingar mætavel. Það gæti orðið hættulegt fyrir þá svarthvítu að tapa þeim leik og mæta svo í oddaleik hér í höfuðborginni, gegn dýrvitlausu liði Tindastóls sem væri þá mögulega búið að endurheimta Dempsey.Israel Martin fer yfir málin í kvöld.vísir/ernirMartin: Fengum bestu útgáfuna af KR Þjálfari Tindastóls segir ljóst að það sé erfitt að vinna KR í þeim ham sem liðið var í í kvöld. Hans menn þurfi að spila öflugri vörn til að eiga möguleika. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og það munaði bara tólf stigum þá. Leikurinn er ekki búinn þegar það munar bara tólf stigum,“ sagði Martin við Vísi eftir leikinn. „Þeir settu niður auðveld þriggja stiga skot enduðu yfir 50% í skotnýtingu. Það var erfitt en við gerðum okkur einnig erfitt fyrir með því að koma okkur í villuvandræði, sérstaklega hjá Flake og Helga Rafni - mönnunum fyrir innan. Þeir fóru of snemma í þrjár villur og þá enduðum við með því að spila með fjóra litla menn. Og það var mjög erfitt.“ „Það er alveg ljóst að ef það er spilað upp á stigaskorun þá mun KR vinna. Við þurfum að láta þetta snúast um varnarleikinn. Þá eigum við möguleika. Við erum þó að spila við besta lið landsins. Það er KR. Í dag sáum við bestu útgáfuna af KR.“ Myron Dempsey spilaði ekki með í dag en Martin staðfesti við blaðamann að leikmaðurinn væri að glíma við eftirköst heilahristings. „Hann er að verða betri með hverjum deginum en ég get ekki sagt þér hvort hann verði með í næsta leik. Það veit enginn í dag.“ „En svona er bara staðan. Við erum að reyna að gera okkar besta og allir eru að berjast. Við þurfum ekkert að pirra okkur á öðrum málum, heldur bara halda áfram beinir í baki. Við höfum unnið KR án hans og ég trúi á liðsheildina - ekki einstaklinga.“Helgi Már Magnússon í baráttunni við Helga Frey Margeirsson.vísir/ernirFinnur Freyr: Fá sem flesta í vetrarsæluna fyrir norðan Þjálfari KR-inga var vitaskuld ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld en KR tók þá mikilvægt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. „Við hittum vel í sókninni en getum gert betur í vörninni. Við vorum að tapa boltanum of mikið. En við hittum vel og fundum strax að það gekk vel, ólíkt leiknum á Króknum þar sem við gátum nánast ekki keypt okkur körfu. En við verðum að vera töffarar og taka þessi opnu skot sem þeir eru að gefa okkur. Ef þeir vilja gefa okkur skot þá verðum við að negla þeim niður.“ KR-ingar komu gestunum í villuvandræði snemma sem gerði Tindastóli erfitt fyrir í vörninni. „Þessir strákar spila fast og við erum að sækja mikið á þá með Mike. Stundum falla ákvarðanir dómara með okkur og stundum ekki en við erum harðákveðnir í því að spila áfram okkar leik sama hvað. Sem betur fer gekk það, þrátt fyrir mótlæti í öðrum leikhluta [þegar KR fékk þrjár umdeildar villur dæmdar á sig með skömmu millibili].“ KR var með tólf stiga forystu í hálfleik en gerði út um leikinn í þeim þriðja. „Í hálfleik sagði ég þeim bara að halda áfram. Þetta snýst um að vera yfir í lokin og ef maður getur aukið á forystuna með hverjum leikhlutanum þá er maður í góðum málum. Við löguðum aðeins varnarleikinn og héldum áfram að spila okkar sókn. Við fengum opin skot strax í byrjun, fundum Mike undir körfunni og fengum hraðaupphlaup.“ Finnur Freyr hvetur alla KR-inga til að koma á Sauðárkrók á miðvikudag, þar sem hans menn ætla sér að tryggja titilinn. „Við höfum átt tvo leiðinlega leiki á Króknum í vetur og nú finnst okkur tími til kominn að spila vel og vinna þá. Ég trúi ekki öðru en að menn mæti vel stemmdir í þann leik.“ „Ég hvet hvern einasta KR-ing til að taka sér frí í vinnunni og skella sér í vetrarsæluna fyrir norðan - lengja veturinn aðeins,“ sagði Finnur í léttum dúr. „Ég vona að fólk fjölmenni enda mikil stemning á Króknum og gaman að spila þar í frábærri umgjörð Tindastóls.“Pavel Ermolinskij var öflugur í kvöld.vísir/ernirBrynjar Þór: Enginn vorkenndi okkur þegar Pavel meiddist Brynjar Þór Björnsson tók undir það að það sé erfitt að vinna KR þegar liðið spilar jafn góðan körfubolta og liðið gerði gegn Tindastóli í kvöld. „Við viljum meina að þegar við spilum okkar best þá standist okkur fá lið snúning. Ég held að það hafi verið raunin í kvöld,“ sagði Brynjar Þór sem sagði gott að hafa notið heimavallarins í kvöld. „Það er allt annað að spila í þessu húsi enda erum við taplausir hér í allan vetur. Okkur líður vel hér og þeim líður vel í Síkinu. En við ætlum svo sannarlega að fara norður á miðvikudag og klára þetta.“ Darrell Flake átti stórleik í sigri Tindastóls á fimmtudaginn en honum var haldið niðri í kvöld. „Við ákváðum að leyfa Mike [Craion] að dekka Helga Rafn. Helgi [Már] fór því í að dekka Flake. Flake er „jump-shooter“ eins og við segjum á góðri íslensku og vill lúra við þriggja stiga línuna og taka þessi stökkskot. Það var aðalbreytingin - halda Mike nær körfunni og þegar hann er inni í teignum þá er ekkert grín að keyra að körfunni enda er hann með langar hendur og blokkar allt saman.“ Hann vonast til að Myron Dempsey jafni sig sem fyrst og spili með Tindastóli á miðvikudaginn. „Auðvitað viljum við hafa alla heila og að allir séu með. En okkur var ekkert vorkennt þegar Pavel meiddist og ég held að það hafi hlakkað í flestum þegar hann varð fyrir sínum meiðslum. Þannig að okkur er alveg sama hvort Dempsey sé með eða ekki.“KR-Tindastóll 104-91 (28-19, 25-22, 32-18, 19-32)KR: Michael Craion 29/13 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 26, Pavel Ermolinskij 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/8 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 8/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6, Björn Kristjánsson 5.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 19/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 19/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 fráköst/10 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 10, Helgi Freyr Margeirsson 9, Darrell Flake 9, Sigurður Páll Stefánsson 6, Svavar Atli Birgisson 6, Viðar Ágústsson 2.[Bein lýsing]Leik lokið | 104-91: Stólarnir ná aðeins að laga stöðuna hér í lokin en niðurstaðan er engu að síður afar öruggur sigur KR.36. mín | 96-73: Stólarnir ná ekki að halda uppteknum hætti eftir þetta ágæta áhlaup. Sigurinn er einfaldlega tryggður fyrir KR-inga.35. mín | 92-72: Sjö stig í röð hjá gestunum og þeir mega eiga að þeir gefast ekki upp. Tíminn vinnur þó með KR-ingum sem eru enn með fjóra byrjunarliðsmenn inni á vellinum.32. mín | 92-65: Darri hleður í þrist áður en Stólarnir minnka aftur muninn í 25 stig. Darri tekur þá bara til sinna ráða og skellir í annan þrist, áður en Helgi Freyr svarar í sömu mynt. Skotsýning í gangi núna. Flake og Lewis hvíla báðir núna.Þriðja leikhluta lokið | 85-59: Þetta lítur mjög erfiðlega út fyrir Tindastól enda erfitt að ráða við KR-inga eða nokkurt lið sem kemst í annan eins skotham og heimamenn hafa verið í í kvöld. 15/18 í 2ja og 13/21 í 3ja hjá heimamönnum sem er magnað. Brynjar Þór skellti sér í tvo þrista í viðbót og er kominn með 26 stig. Stigin: KR: Brynjar 26, Craion 25, Helgi 13, Pavel 13, Björn 5, Darri 3. Tindastóll: Lewis 19, Helgi Rafn 9, Flake 9, Ingvi 7, Helgi Freyr 6, Pétur 5, Svavar 4.29. mín | 83-59: Helgi Freyr og Helgi Rafn með góða þrista fyrir Tindastól en sá síðarnefndi nælir sér svo í sína fjórðu villu sem flækir málin fyrir gestina. Pavel, Helgi Már og Björn koma svo allir með þrista og gera þetta allt saman að ókleifum múr fyrir þá vínrauðu.26. mín | 72-45: Brynjar klikkar að þessu sinni en þá kemur Pavel og neglir niður einum. 25 stiga munur. Stólarnir enn að klikka utan þriggja stiga línunnar. Craion refsar svo með hröðu upphlaupi og and-1 sókn. Klikkar reyndar á vítinu en munurinn samt 27 stig. Þetta áhlaup hjá KR er að fara langt með leikinn.24. mín | 65-43: Enn einn þristurinn hjá Brynjari og munurinn orðinn 22 stig. Stólarnir eru enn þvingaðir í erfið skot af frábærum varnarleik KR-inga og þetta er allt saman mjög erfitt hjá þeim.23. mín | 62-43: Craion setur niður tíunda 2ja skot KR í röð en svo klikkar Helgi Már í næstu sókn KR. En Brynjar bætir upp fyrir það með því að setja niður sinn fimmta þrist í leiknum og Darri eykur svo muninn í sautján stig með góðum spretti inn í teig. Stólarnir eru ekki að hitta vel. Craion skorar svo og gestirnir taka leikhlé. Munurinn skyndilega nítján stig eftir 9-2 sprett.21. mín | 53-41: Þá byrjar veislan í síðari hálfleik. Ég er enn að átta mig á þessari mögnuðu skotnýtingu KR-inga í fyrri hálfleik. 9/9 í 2ja og 7/11 í 3ja.Magnaður Brynjar Þór: Ótrúlegur fyrri hálfleikur hjá Brynjari. 20 stig og fjórir þristar niður í fimm tilraunum. Hann nýtti bæði skotin sín innan bogans og svo fjögur skot af fimm á vítalínunni. Brynjar var líka frábær í fyrsta leiknum og Stólarnir verða að stöðva hann í síðari hálfleik.Frákastabaráttan jöfn: Eftir að KR-ingar átu Tindastól í frákastabaráttunni í fyrsta leiknum í rimmunni er hún jöfn að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 12-12. KR hefur þó tapað fleiri boltum (9-5).Tölfræði fyrri hálfleiks: Frákastabaráttan jöfn: Eftir að KR-ingar átu Tindastól í frákastabaráttunni í fyrsta leiknum í rimmunni er hún jöfn að loknum fyrri hálfleik í kvöld, 12-12. KR hefur þó tapað fleiri boltum (9-5).Stólarnir þurfa stærri skot: Tindastóll er 14/27 í 2ja stiga nýtingu (52%) og 4/14 í 3ja stiga (29%). Stólarnir hafa verið að treysta á stór skot en miðað við spilamennsku KR í kvöld þurfa þeir betri nýtingu en þetta.Fullkomnir KR-ingar: KR er með 100 prósenta nýtingu í tveggja stiga skotum. Öll níu hafa ratað niður. KR er svo með 7/11 nýtingu utan þriggja stiga línunnar, 64%. Þetta verður ekki mikið betra. KR-ingar hafa skotið ótrúlega vel í fyrri hálfleiknum.KR: Brynjar 20/0/1, Craion 15/7/2, Helgi 11/1/2, Pavel 4/1/4, Björn 2/0/0, Darri 1/3/1.Tindastóll: Lewis 11/4/1, Flake 9/0/0, Ingvi 7/0/0, Helgi Rafn 4/1/0, Svavar Atli 4/3/0, Helgi Freyr 3/1/1, Pétur 3/3/5.Fyrri hálfleik lokið | 53-41: KR-ingar létu gestina hafa fyrir hlutunum hér í lokin. Fjórar fiskaðar villur í síðustu sex sóknum KR og heimamenn náðu að auka muninn aftur í fimmtán stig. En Flake kom með góða innkomu eftir hvíld á bekknum, skilaði fimm stigum áður en Ingvi hlóð í mikilvægan þrist í lokin. Tólf stiga munur er ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir Tindastól en útlitið er bjart fyrir heimamenn miðað við hvernig þróun fyrri hálfleiksins.18. mín | 44-31: Craion hefur nú farið tvisvar á vítalínuna og nýtt þrjú skot. Lewis er kominn með þrjár villur hjá Tindastóli og er tekinn af velli.17. mín | 40-31: Dómararnir í aðalhlutverki. Þrír stórir dómar, allir gegn KR. Fyrst skref á Brynjar Þór eftir að hann fékk Helga Rafn á sig, svo óíþróttamannsleg villa á Brynjar fyrir að halda Pétri, svo tæknivilla á Pavel - líklega fyrir kjaftbrúk. Gæti verið rangt hjá mér en tæknivilla engu að síður. Stólarnir minnka muninn í níu stig, það er allt og sumt.15. mín | 40-28: Brynjar kom með annan þrist og jók muninn í fimmtán stig. En þá náði Lewis að fiska villur á Darra og Craion í sömu sókninni áður en sá síðarnefndi tapaði boltanum í næstu sókn. Helgi Freyr Margeirsson kom svo með mikilvægan þrist áður en Finnur Freyr tók leikhlé. Þessi skot verða að detta hjá Stólunum ef þeir ætla sér eitthvað í kvöld.13. mín | 37-25: Brynjar með stóran þrist en Svavar Atli með fína innkomu og náði í tvö mikilvæg sóknarfrákast sem skilaði gestunum stigum. Björn kemur svo inn í lið KR og nær í tvö vítaköst. Munurinn nú orðinn tólf stig.Fyrsta leikhluta lokið | 28-19: Gestirnir kólnuðu í nýtingunni í síðari hluta framlengingarinnar en Lewis reddar þó miklu með því að setja niður þrist. Munurinn gæti verið meiri en Pavel og Helgi Már brenndu báðir af á lokamínútunni utan þriggja stiga línunnar.Stigin: KR: Craion 10, Helgi 9, Brynjar 7, Pavel 2. Tindastóll: Lewis 7, Helgi Rafn 4, Flake 4, Ingvi 4.8. mín | 23-16: Stólarnir ekki að hitta jafn vel og Brynjar Þór kveikir í kofanum með þristi. Tindastóll tekur leikhlé til að skerpa á sínum málum. Flake var kominn snemma með tvær villur og þarf hann að passa sig í slagnum.5. mín | 13-12: Stólarnir láta ekki setja sig út af laginu og spila glimrandi sóknarleik. Ingvi setti svo niður gott skot rétt við þriggja stiga línunnar þegar hann virtist í engu jafnvægi. Stórskemmtilegt.3. mín | 10-4: Bæði lið með mislukkaðar sendingar en baráttan fer að miklu leyti fram inn í teig. Það opnar möguleika fyrir skytturnar og Helgi Már kom KR sex stigum yfir með sínum öðrum þristi í leiknum.2. mín | 5-2: Craion byrjar undir körfunni en Flake setur niður lipurt stökkskot. Helgi Már hleður svo í þrist. Þetta byrjar ljómandi vel.1. mín | 0-0: Þriðji leikurinn er hafinn! Craion vann uppkastið og KR heldur í sókn.Fyrir leik: KR er deildarmeistari, tapaði bara tveimur leikjum allt tímabilið í deildinni, en tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni. KR-ingar ætla sér ekki að láta hinn stóra titilinn sér úr greipum renna. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þeir vilji sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir tapið á fimmtudaginn. Ef þeir ná að stjórna spennustiginu fræga gætu þeir hitt á dúndurleik í kvöld.Fyrir leik: Tindastóll þarf að vinna minnst einn leik í Reykjavík til að verða Íslandsmeistari. Kemur sá sigur í kvöld eða munu Stólarnir einbeita sér að því að vinna fjórða leikinn á heimavelli og treysta á að Dempsey verði klár í oddaleikinn? Ekki misskilja mig, auðvitað mun Tindastóll gefa allt sitt í leikinn í kvöld en ég trúi því að það mun ekki nein örvænting grípa um sig í liði norðanmanna tapi þeir leiknum í kvöld.Fyrir leik: Michael Craion skilaði flottum tölum á Króknum á fimmtudaginn (24/11/1) og góðri nýtingu í teignum (10/14). En flestir aðrir í liði KR voru talsvert frá sínu besta og vilja sjálfsagt kvitta fyrir þá frammistöðu í kvöld.Fyrir leik: Hvorn Lewis fáum við í kvöld?Darrel Lewis í leik 1: 6 stig (2/13 skotnýting), 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 fiskaðar villur, 5 framlagsstig.Darrel Lewis í leik 2: 26 stig (9/18 skotnýting), 11 fráköst, 4 stoðsendingar, 8 fiskaðar villur, 27 framlagsstig.En hér er twist-ið: Lewis tapaði ekki bolta í leik 1. Hann tapaði átta boltum í leik 2.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er lykilmaður í liði KR en hann var með sjö tapaða bolta í síðasta leik og þrjú stig. Skilaði tíu stoðsendingum og sjö fráköstum en KR-ingar þurfa að fá meira frá þessum frábæra leikmanni í kvöld.Fyrir leik: Það ætti að verða algjörlega trufluð stemning hérna í kvöld. Leikurinn í þráðbeinni á Stöð 2 Sport og leikið fyrir fullu húsi. Þetta gæti verið síðasti heimaleikur KR í vetur og næstsíðasti leikur vetrarins. Menn skulu njóta þessarar veislu meðan hennar nýtur við.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Leifur Sigfinnur Garðarsson, Jón Guðmundsson og Davíð Kristján Hreiðarsson - þeir sömu og dæmdu æsilegan oddaleik KR og Njarðvíkur. Þetta gæti orðið annar eins pakki í kvöld.Fyrir leik: Það er búið að stilla upp áhorfendapöllum fyrir aftan endalínur vallarins og er austurhlutinn þéttsetinn af stuðningsmönnum Tindastóls. Það er enn pláss vestanmegin fyrir stuðningsmenn KR sem eru þó búnir að troðfulla sinn hluta hefðbundnu stúkunnar.Fyrir leik: Að venju er búið að stilla upp heiðurssætum fyrir aftan bekk KR-liðsins. Þar eru Einar Bollason og fleiri gamlar kempur. Fyrir aftan þá eru Bjarni Guðjónsson, þjálfari knattspyrnuliðs KR, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, mættir og mér sýnist að þeir séu með nokkra leikmenn með sér. Þeir eru að sjálfsögðu klæddir í svart og hvítt.Fyrir leik: Allt virðist við það sama í liði KR. Allir taka þátt í upphitun inni á vellinum fyrir utan Michael Craion sem er að teygja fyrir aftan varamannabekkinn. Einbeiting skín úr augum leikmanna beggja liðsins enda vita þeir vel hversu mikilvægur leikurinn í kvöld er.Fyrir leik: Fyrir leik: Þrír af lykilmönnum liðs Tindastóls spiluðu allir fyrir unglingaflokk liðsins í úrslitaleik Íslandsmótsins gegn FSu í Stykkishólmi í gær. Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson spiluðu báðir allar 40 mínúturnar í leiknum og Ingvi Rafn Ingvarsson 37 mínútur. Þeir fengu lítinn tíma í endurheimt en þess ber þó að geta að þjálfari unglingaflokksins er Israel Martin, þjálfari meistaraflokks.Fyrir leik: Darrell Flake hefur verið á annarri löppinni í seríunni en verður með í kvöld. Hann var algjörlega magnaður í öðrum leik liðanna en Tindastóll vann hann á heimavelli, 80-72. Flake er með blátt „teip“ um hægri ökklann og virðist ekki vera haltur hér í upphituninni. Tindastóll verður að fá stórt framlag frá honum í kvöld í fjarveru Dempsey.Fyrir leik: Myron Dempsey verður ekki með Tindastóli í kvöld, fremur en í öðrum leikjum úrslitarimmunnar til þessa. Hann fékk höfuðhögg á æfingu og hefur hingað til verið talað um að hann ætti erfitt með sjón vegna þessa. Eitthvað hefur maður þó heyrt um að hann hafi fengið heilahristing og að það væri helst að hrjá honum. Það er þó með öllu óstaðfest en eitt er víst, Stólarnir hafa ekki afskrifað hann og vonast til að endurheimta hann fyrir fjórða leikinn í rimmunni en hann fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudag.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur. Hér verður fylgst með þriðja leik KR og Tindastóls í lokaúrsiltum Dominos-deildar karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira