

Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt.
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt.
Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar.
Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg.
Snorri Óskarsson í Betel segir samkynhneigð smitandi. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í máli Akureyrarkaupstaðar gegn Snorra í Héraðsdómi norðurlands eystra í morgun.
"Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð.
Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú.