Deilt um hvar halda eigi Eurovision ef Ástralía vinnur Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2015 13:31 Guy Sebastian flytur lag Ástrala í Eurovision. Vísir/Getty Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala. Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Þrátt fyrir að tæpur mánuður sé í fyrsta undankvöldið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þá eru strax hafnar deilur um hvar halda eigi keppnina að ári fari svo að Ástralir fari með sigur af hólmi. Ástralíu var boðið að vera með í keppninni í ár sem „sérstakur gestur“ vegna pólitískra tengsla við Evrópulönd og í tilefni af því að sextíu ár eru síðan fyrsta Eurovision-keppnin var haldin. Keppnin nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu og hefur verið sýnt frá henni þar í landi síðastliðin 30 ár. Segja má að deilurnar um hvar halda eigi keppnina að ári ef Ástralía vinnur hafi byrjað á þriðjudag þegar Christer Björkman, sem fer fyrir Eurovision-nefnd Svía og skipulagningunni á Melodifestivalen, undankeppninni í Svíþjóð, sagði að Þjóðverjar myndu hreinlega taka það verk að sér að halda keppnina með Áströlum í Þýskalandi að ári fari svo að ástralska lagið fari með sigur af hólmi. Þetta sagði hann í þættinum Inför Eurovision í sænska ríkissjónvarpinu þegar hann og Sarah Dawn Finer ræddu keppendur og undirbúning fyrir Eurovision-keppnina sem er handan við hornið. Sarah spurði hreint út: „Ef Ástralir vinna, hvar verður keppnin haldin?“ Eurovisionvefurinn ESCToday hafði samband við þýska ríkisútvarpið til að fá þeirra hlið á málinu. Doktor Frank-Dieter Freiling, hjá þýska ríkisútvarpinu, var til svara og hafði þetta að segja: „Ef Ástralir vinna Eurovision í ár þá verður næsta keppni haldin í Evrópu, af praktískum ástæðum. Í því ljósi koma fjöldi Evrópuþjóða til greina, og þar eru Þjóðverjar ekki undanskildir. Samstarf Ástrala við þessar þjóðir verður aðeins rætt fari svo að Ástralir vinni keppnina. Við leggjum áherslu á að ógætileg ummæli herra Björkman eru ótímabær.“ Það er Guy Sebastian sem mun flytja lagið Tonight again fyrir hönd Ástrala.
Eurovision Tengdar fréttir Svona er sviðið sem María syngur á í Vín Eurovision-sviðið tilbúð. 22. apríl 2015 22:00 María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00 Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27 Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
María verður berfætt í bleikum kjól Verið er að sauma kjólinn sem María Ólafsdóttir mun klæðast í keppninni. 18. apríl 2015 09:00
Ekki auðvelt að hrista af sér barnastjörnustimpilinn Jóhanna Guðrún segir að Eurovision hafi hjálpað henni að stíga fram sem eitthvað meira en barnastjarna. 22. apríl 2015 10:27
Ítalía sigraði í kosningu á Júró-stiklum FÁSES Íslenska framlagið hafnaði í þriðja sæti en það ástralska var nálægt sigri. 15. apríl 2015 14:48
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið