Í umsögn dómnefndar, sem meðal annars var skipuð stjörnunum Whoopi Goldberg og Dylan McDermott, segir að myndin hafi fangað hjörtu þeirra með blöndu af húmor og samkennd. Á yfirborðinu fjalli myndin um undarlegt ástarsamband, en einnig sé tekist á við alvarleg atriðið á borð við einelti, geðsjúkdóma, einsemd og að lokum sigur mannsandans og þýðingu ástarinnar.

