Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 80-72 | Flake og frábær barátta var of mikið fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2015 15:17 Vísir/Valli Tindastóll jafnaði metin í 1-1 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta eftir átta stiga sigur á KR, 80-72, í öðrum leiknum í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir léku án Bandaríkjamannsins Myron Dempsey en sýndu ótrúlega baráttu út um allan völl. Þeir ætluðu sér sigur og tókst að jafna metin í einvíginu. Stólarnir hafa ekki tapað tveimur leikjum í röð í vetur og þeir sýndu af hverju í Síkinu í kvöld. Darrel Lewis og Darrell Flake áttu báðir frábæran leik fyrir Tindastólsliðið, menn eru vanir að sjá 26 stiga leiki frá Lewis en 22 stiga frammistaka Flake var lífnauðsynlega þar sem að liðið lék án Dempsey. Flake setti niður níu skot í leiknum flest með langskotum og fjögur skotann voru fyrir utan þriggja stiga línuna. Lewis og Flake voru aðeins með tíu stig saman í fyrsta leiknum en skiluðu 48 stigum í kvöld. Tindastóll tapaði líka fráköstunum aðeins með þremur, 37-40, sem er mikil framför frá því í leik eitt. KR-ingar hafa oft spilað betur en í kvöld, hvort sem það var af því að þeir slökuðu á við að sjá Myron Dempsey í borgaralegum klæðum er ekki ljóst en liðið átti ekki svör við hittni Flake og baráttuglöðum Tindastólsmönnum í þessum leik. KR-ingar byrjuðu betur og gerðu sig líklega til að stinga af þegar þeir komust í 17-9 eftir þriggja stiga körfu frá Brynjar Þór Björnssyni. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, bað þá um leikhlé. Leikmenn hans þurftu hinsvegar ekkert orð í eyra því þeir skoruðu 8 stig á augabragði og eftir 8-0 sprett heimamanna var það Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem tók fyrsta leikhlé leiksins. Darrel Lewis endaði fyrsta leikhlutann á flautu þristi úr mjög erfiðri stöðu og Tindastóll var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann.Lewis og Darrell Flake voru báðir að spila miklu betur en í fyrsta leiknum og það munaði mikið um það í fjarveru Myron Dempsey. KR-ingar skoruðu fjögur fyrstu stig annars leikhlutans en í honum skiptust liðin á því að taka forystuna og leikurinn helst mjög jafn. Það var síðan Pétur Rúnar Birgisson sem endaði hálfleikinn á því að skora laglega körfu eftir einstaklingsframtak og jafna metin í 40-40. Stólarnir unnu fráköstin 20-19 í fyrri hálfleiknum sem var mikil framför frá því í leik eitt. Helgi Már Magnússon skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks en þá kom frábær 14-4 sprettur heimamanna þar sem að Darrell Flake skoraði 9 stiganna. Stólarnir komust þar í 54-48 og annar sprettur liðsins skilaði síðan 62-57 forystu fyrir lokaleikhlutann. Tindastólsliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum en þristar frá Ingva Rafni Ingvarssyni og Darrell Flake komu liðinu í 72-65. Stólarnir gáfu þá forystu ekki frá sér en KR-ingar náðu þó að minnka muninn í þrjú stig þegar rúm mínúta var eftir. Tindastólsliðið var hinsvegar ekki á því að gefa neitt frá sér og fagnaði lífsnauðsynlegum sigri í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Tindastóll-KR 80-72 (25-24, 15-16, 22-17, 18-15)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/11 fráköst/7 stolnir, Darrell Flake 22/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 9/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Pálmi Þórsson 0, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0.KR: Michael Craion 24/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 19/8 fráköst, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst/10 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Björn Kristjánsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Israel Martin: Við erum meira en einn leikmaður Israel Martin, þjálfari Tindastóls, stýrði liði sínu til sigurs í kvöld á móti Íslandsmeisturum KR, þrátt fyrir að vera án bandaríska miðherja síns. Hann fagnaði vel í leikslok enda þetta mikill sigur fyrir hann og liðið hans. „Allt tímabilið þá hef ég reynt að koma því til skila til allra í liðinu að við erum meira en einn leikmaður. Við erum lið og þess vegna erum við komnir alla leið í úrslitin. Þess vegna urðum við í 2. sæti í deildinni, þess vegna slógum við Þór út 3-0 og þess vegna slógum við Hauka út 3-1. Við þurfum ekki einn leikmann heldur eitt lið. Við sáum það í dag að við erum eitt lið," sagði Israel Martin eftir leik. „Þeir unnu kannski fráköstin aftur en það ekki sama að tapa fráköstunum með 32 eða 3 eins og í fyrsta leiknum. Ég tel ennþá að KR sé með besta liðið í landinu því þeir eru með frábæra leikmenn. Við verðum að mæta metnaðarfullir út í KR, fullir af orku og með fulla einbeitingu. Við höfum engu að tapa og allt að vinna," sagði Martin. „Ef við töpuðu út í KR þá gerist ekkert stórt og við fáum aftur leik hér heima. Þetta er úrslitakeppni og ég er mjög ánægður með mitt lið," sagði Martin og hann vildi nefna sérstaklega einn leikmann. „Darrell Flake er að spila meiddur eins og allir sjá. Hann er nánast að spila á öðrum fætinum og hann gaf allt sitt til liðsins í þessum leik. Ég vil koma þökkum mínum til hans. Ég hef aldrei áður séð leikmann gera allt á vellinum eins og hann í kvöld," sagði Israel Martin í sigurvímu eftir leikinn.Brynjar: Við létum Darrell Flake hitta alltof mikið "Darrell Flake var að hitta svakalega vel og við vorum að gefa þeim alltof mikið af opnum sniðskotum í fyrri hálfleiknum. Það voru litlu hlutirnar sem voru að klikka hjá okkur í kvöld," sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Við vorum að drollast aftur í vörn og það kann ekki góðri lukku að stríða þegar menn mæta ekki alveg hundrað prósent tilbúnir," sagði Brynjar. KR-liðið minnkaði muninn í eitt sitg í fjórða leikhlutanum en þá komu sex stig í röð hjá Stólunum. „Það var tapaður bolti hjá mér, við klikkuðu á varnarfærslu og Ingvi kom þessu aftur upp í fjögur stig þegar við vorum komnir með "mómentið". Þetta voru litlu smáatriðin sem voru að klikka hjá okkur og þegar við gerum þau ekki vel þá gerast svona hlutir," sagði Brynjar. Hvaða áhrif hafði það á KR-liðið að Stólarnir voru án Myron Dempsey en bandaríski miðherjinn gat ekki leikið vegna meiðsla alveg eins og í fyrsta leiknum. „Það hafði engin áhrif svo sem. Það á ekki að skipta neinu máli hvor hann sé með eða ekki. Við eigum bara að koma brattir og tilbúnir. Við létum Darrell Flake hitta alltof mikið og fá alltof opin skot í seinni þrátt fyrir að hafa sett niður öll skotin sín í fyrri hálfleik," sagði Brynjar en nú er aftur jafnt og næsti leikur á heimavelli KR. „Það verður hörku stuð í næsta leik. Það er alltaf gaman að koma í DHL-höllina og spila þar því það er gott að vera á heimavelli," sagði Brynjar að lokum.Helgi Rafn: Ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn og taka þá þar Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var kátur í leikslok en hann steig glaður fram í viðtal eftir að hetja leiksins, Darrell Flake, var ekki tilbúinn til að gefa Vísi viðtal. „Það voru ekki bara þeir sem voru inn á vellinum sem voru flottir því stúkan var sjúkleg. Það var bara þannig. Þetta eru bara bestu áhorfendur sem til eru á landinu og það var þvílík stemmning í húsinu," sagði Helgi Rafn. „Það voru allir búnir að tala um þessa frákastabaráttu og að okkur vantaði erlenda leikmanninn og allt það. Það spilar gríðarlega mikið inn í að við fáum að vita það tíu mínútum fyrir fyrsta leik að hann yrði ekki með. Fyrir þennan leik vissu menn að hann yrði ekki með og það er tvennt ólíkt," sagði Helgi Rafn en Myron Dempsey missti af öðrum leiknum í röð. „Við ætluðum að taka meira fráköstum, stíga Brynjar út sem og Darra og þessa stráka sem eru tilbúnir að koma inn í fráköstin líka. Við gerðum frábæta hluti í frákastabaráttunni þótt að þeir hafi tekið einhver sextán sóknarfráköst. Við héldum þeim helling niðri," sagði Helgi Rafn en hvað með Darrell Flake og hans 22 stig? „Er Flake ekki búinn að spila meiddur síðan að hann kom úr KR um árið? Hann fer ekki í gegnum tímabil án þess að meiðast og hann kann þetta. Við þurftum þetta frá honum í kvöld og hann hitti úr þessum skotum og var bara frábær," sagði Helgi Rafn. „Það voru allir í liðinu einbeittir á það að fylgja því sem þjálfararnir voru búnir að setja upp. Það var sama hversu djúpt við fórum á bekkinn. Menn héldu bara haus og héldu áfram," sagði Helgi Rafn en hvað sýndu Stólarnir í þessum leik. „Við ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn og taka þá þar. Það er allavega annar leikur hér en við ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn. Það er komið sumar," sagði Helgi Rafn að lokum.Finnur Freyr: Með svona frammistöðu á maður ekki skilið að vinna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var mjög óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld en KR tapaði þá með átta stigum á móti liði Tindastóls sem lék án bandaríska miðherja síns. „Stólarnir voru miklu betri og áttu þetta skilið," sagði Finnur. "Við bjuggumst við og vorum búnir að tala um það að þeir yrðu fastir fyrir. Allt sem við ætluðum að gera fór út um gluggan í hvert einasta skipti sem við klikkuðum á skoti," sagði Finnur. „Í vörninni vorum við langt frá því sem við ætluðum að gera og með svona frammistöðu þá á maður ekki skilið að vinna," sagði Finnur harðorður. „Nú heldur þetta bara áfram. Það er bara 1-1 og nú fer þetta aftur í Vesturbæinn. Við töluðum um það fyrir þennan leik að við vildum komast í 2-0 og ná tangarhaldi á þessari seríu. Það gekk heldur betur ekki," sagði Finnur að lokum.Tindastól - KR, leikur tvö: Textalýsing frá SíkinuLeik lokið | 80-72: Helgi Freyr setur niður þrist er tíminn rennur út og allt vitlaust í húsinu. Mögnuð frammistaða hjá Stólunum. 4. leikhluti: 39. mín., 74-71: Brynjar smellir niður þristi og það munar aðeins þremur stigum á liðinum þegar rúm mínúta er eftir.4. leikhluti: 39. mín., 74-67: Helgi Rafn með magnaða körfu eftir stoðsendingu frá Ingva. Það eru svo margir að spila miklu betur hjá Stólunum. 4. leikhluti: 38. mín., 72-67: Helgi Már minnkar muninn í fimm stig eftir körfu úr hraðaupphlaupi og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé. 2:59 mínútur eftir af leiknum. 4. leikhluti: 37. mín., 72-65: Stólarnir fara í öll fráköst, jafnvel þrír í einu. Stoltið er undir í frákastabaráttunni það er ljóst. 4. leikhluti: 36. mín., 72-65: Darrel Lewis fær á sig ruðning og Finnur Freyr tekur leikhlé þegar 4:25 mínútur eru eftir. Lewis er kominn með 25 stig og Flake hefur skorað 22 stig. Frábær framistaða hjá þessum reynslumiklu leikmönnum. 4. leikhluti: 35. mín., 72-65: Stólarnir eiga líka skyttur og Ingvi og Darrell Flake koma Stólunum aftur sjö stigum yfir með því að setja báðir niður þriggja stiga skot. Stólarnir eru að berjast út um allan völl, þeir ætla ekki að tapa í kvöld. 4. leikhluti: 34. mín., 66-65: Helgi Már setur niður tvo þrista á stuttum tíma og munurinn er allt í einu kominn niður í eitt stig. Helgi Már er með 17 stig. 4. leikhluti: 33 mín., 66-59: Helgi Rafn skorar eftir sendingu frá nafna sínum og Stólarnir eru komnir sjö stigum yfir. Finnur Freyr tekur leikhlé enda öll stemmningin með Stólunum. 4. leikhluti: 32. mín., 64-59: Finnur Atli minnkar muninn með því að setja niður tvö víti en Darel Lewis svarar. 3. leikhluta lokið, 62-57: Helgi Freyr Margeirsson fær þriðju villuna á Helga Má og setur niður bæði vítin. Stólarnir vinna boltann og Lewis fær tvö víti 4,2 sekúndum fyrir lok leikhlutans. Lewis skorar úr báðum og kemur Tindastól fimm stigum yfir. Darrel Lewis er búinn að skora 23 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í kvöld.3. leikhluti: 29. mín., 58-57: Helgi Rafn fær villu á Craion en skorar bara úr öðru vítanna. Stólarnir eru einu stigi yfir.3. leikhluti: 28. mín., 57-57: Darrel Lewis jafnar metin með því að skora úr öðru víti sínu en Stólarnir vinna boltann aftur en ná ekki að nýta tvö skot í sókninni.3. leikhluti: 28. mín., 56-57: Michael Craion er erfiður við að eiga og hann kemur KR yfir með sjö stigum á stuttum tíma. KR-ingar hafa komið sterkri til baka. Craion er búinn að skora 23 stig í kvöld.3. leikhluti: 26. mín., 54-48: Darrell Flake skoraði sitt 19. stig í leiknum en fær skömmu síðar sína þriðju villur. Hann er samt áfram inná vellinum.3. leikhluti: 25. mín., 52-46: Darrell Flake skorar fimm stig á stuttum tíma og Stólarnir eru komnir sex stigum yfir. Finnur tekur leikhle. Flake er kominn með 17 stig í kvöld.3. leikhluti: 23. mín., 47-44: Darrel Lewis skorar aftur og er kominn með 18 stig í leiknum. Pavel fær skömmu síðar sína þriðju villu.3. leikhluti: 21. mín., 45-42: Darrell Flake og Darrel Lewis (3ja) svara og koma Stólunum aftur í forystu. Seinni hálfleikur hafinn, 40-42: KR-ingar byrja með boltann í þriðja leikhlutanum. Helgi Már Magnússon fær að labba í gegnum vörnina og er fljótur að skora fyrstu körfuna.Hálfleikur, 40-40: Stólarnir unnu fráköstin í fyrri hálfleiknum, 20-19, sem er mikil framför frá því í síðasta leik. Darrel Lewis er með 13 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og Darrell Flake hefur spilað mjög vel og er með 10 stig á 14 mínútuum. Michael Craion er með 12 stig og 4 fráköst hjá KR og Darri Hilmarsson hefur skorað 9 stig. Hálfleikur, 40-40: Pétur Rúnar Birgisson hjá Tindastól endar hálfleikinn á því að setja niður körfu eftir einstaklingsframtak. Það er vel viðeigandi að það sé jafnt í hálfleik en það hefur ekki miklu munað á liðunum í þessum fyrri hálfleik. Bæði lið hafa gert mikið af mistökum og hafa líka átt bæði sína spretti. Pétur var með 7 stig og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. 2. leikhluti: 20. mín., 38-40: Svavar Birgisson hjá Tindastól fær tæknivillu fyrir að mótmæli en hann fékk ekki villu þegar hann keyrði upp að körfunni. Helgi Már kemur KR tveimur stigum yfir með því að setja niður vítið.2. leikhluti: 19. mín., 38-39: Darri skorar aðra hraðaupphlaupskörfu sína á stuttum tíma en Flake skorar skemmtilega körfu hinum megin. Það munar enn einu stigi og aftur er þetta spurningin um hvort liðið endar leikhlutann betur.2. leikhluti: 18. mín., 36-37: Pavel stelur boltanum, gefur á Darra sem skorar úr hraðaupphlaupi og fær víti að auki. Darri klikar á vítinu en KR er komið yfir.2. leikhluti: 17. mín., 36-35: Körfur frá Pétri og Svavari koma Stólunum aftur fjórum stigum yfir en Helgi Már svarar með þriggja stiga körfu.2. leikhluti: 16. mín., 32-32: Michael Craion skorar tvær körfur í röð undir körfunni og jafnar metin. Hann fær víti að auki eftir seinni körfuna en klikkar. Allt jafnt.2. leikhluti: 16. mín., 32-28: Darrel Lewis á þessar mínútur og hann kemur Stólunum fjórum stigum yfir eftir enn einn tapað boltann hjá KR-liðinu. Lewis er kominn með 13 stig í leiknum.2. leikhluti: 15. mín., 30-28: Darrel Lewis smellir niður þriggja stiga körfu og Tindastóll er tveimur stigum yfir. Það er samt mikið óðagot hjá báðum liðum og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé þegar 5:54 mínúta er eftir.2. leikhluti: 14. mín., 27-28: Darrel Lewis gefst ekki upp, fer á vörnina og minnkar muninn í eitt stig. KR-ingar tapa enn einum boltanum og Stólarnir geta komist aftur yfir. 2. leikhluti: 13. mín., 25-26: Darrel Lewis klikkar á tveimur vítum en og klúðrar síðan góðu tækifæri í hraðaupphlaupi. KR-ingar tapa ítrekað boltanum. Tvö stig á fyrstu tveimur mínútnum hjá báðum liðum. 2. leikhluti hafinn, 25-26: Fyrstu skot beggja liða geiga í öðrum leikhluta og Flake tapar boltanum klaufalega eftir að hafa tekið varnarfrákast. Finnur Atli Magnússon fylgir eftir skoti bróðurs síns og kemur KR aftur yfir með fyrstu körfu leikhlutans. 1. leikhluta lokið, 25-24: Darrel Lewis endar leikhlutann á magnaðri þriggja stiga körfu rétt áður en flautið gall. Allt annað að sjá Lewis heldur en í leik eitt og þessi karfa hans kemur Stólunum einu stigi yfir. 1. leikhluti: 9. mín., 19-20: Mikið um mistök þessa mínúturnar. Hvort liðið nær að enda leikhlutann betur?1. leikhluti: 8. mín., 19-18: Darri Hilmarsson kemur KR aftur yfir af vítalínunni en hann hittir bara úr öðru vítanna. Stólarnir keyra upp völlinn og Helgi Rafn Viggósson skorar auðvelda körfu eftir flotta stoðsendingu frá Ingva. 1. leikhluti: 7. mín., 17-17: Ingvi Rafn Ingvarsson skorar úr hraðaupphlaupi og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. Átta stig í röð hjá Tindastólsliðinu.1. leikhluti: 7. mín., 15-17: Brynjar smellir niður þristi en Darrell Flake svarar með tveimur þriggja stiga körfum á stuttum tíma. Flake ætlar sér stóra hluti í kvöld. 1. leikhluti: 5. mín., 9-14: Michael Craion skorar inn í teig og er kominn með átta stig á fyrstu fimm mínútum leiksins.1. leikhluti: 4. mín., 6-11: KR-ingar svara með sex stigum í röð, síðast Michael Craion úr hraðaupphlaupi eftir að Darrel Lewis hafði misst boltann klaufalega.1. leikhluti: 3. mín., 6-5: KR-ingar komast í 5-2 en karfa Lewis og stoðsending hans á Ingva í hraðaupphlaupi koma Stólunum yfir.1. leikhluti: 1. mín., 2-3: Pavel Ermolinskij skorar fyrstu körfu leiksins fyrir KR fyrir utan þriggja stiga línuna en Darrell Flake svarar.Leikurinn er hafinn: KR-ingar byrja með boltann eftir að hafa unnið uppkastið. Krókadíllinn, lukkudýr Stólanna, kom með leikboltann í húsið. Fyrir leik: Israel Martin, þjálfari Tindastóls, kemur síðustu skilaboðunum til Darrel Keith Lewis sem þarf að gera miklu betur en í leik eitt þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 13 skotum sínum.Fyrir leik: Leikmannakynning er í gangi hér í Síkinu. Annar leikur lokaúrslitanna 2015 er að fara að byrja eftir örfáar mínútur. Stólarnir yfirgefa salinn og það má búast við því að heimamenn séu með eitthvað klárt fyrir kynninguna á sínu liði.Fyrir leik: Ingvi Rafn, Pétur Rúnar, Lewis, Helgi Rafn og Flake byrja hjá Tindastól í kvöld. Flake er klár og tekur stöðu Myron Dempsey alveg eins og í leik eitt.Fyrir leik: Brynjar, Craion, Helgi Már, Darri og Pavel byrja hjá KR í kvöld alveg eins og í leik eitt.Fyrir leik: Það er að fjölga í húsinu og fólk er líka farið að koma sér fyrir á svölunum í kringum allan völlinn. Stuðningsmannasveitin hjá Stólunum er farinn að kalla "Tindastóll, Tindastóll.." Þeir þurfa að hjálpa sínum mönnum í kvöld sem þurfa að berjast við Íslandsmeistarana án Myron Dempsey. Fyrir leik: Dómararnir í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Leifur Garðarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari. Þetta er elsta mögulega dómaraþríeyki sem er hægt að stilla upp á Íslandi og það er því mikil reynsla hjá dómurunum í kvöld.Fyrir leik: Tindastólsmenn stilla sér upp í liðsmyndatöku áður en upphitunin byrjar fyrir alvöru. Þetta gæti náttúrulega orðið síðasti heimaleikur liðsins á þessu magnaða tímabili hjá nýliðunum. Fyrir leik: Tindastóll getur ekki aðeins tapað öðrum leiknum í röð í kvöld í fyrsta sinn í Dominos-deildinni í vetur því liðið er einnig í hættu á að tapa öðrum heimaleiknum í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni. Haukar unnu fjórtán stiga sigur á Tindastól (93-79) í síðasta leiknum í Síkinu.Fyrir leik: Myron Dempsey er líka kominn inn í salinn ... en hann er í borgaralegum klæðum og mun því ekki spila með í kvöld. Darrell Flake er hinsvegar á fullu að hita upp. Dempsey sest á varamannabekkinn hjá Stólunum og fylgist með félögum sínum.Fyrir leik: Stuðningsmannasveit Stólanna er komin í Salinn en menn söknuðu hennar mikið í fyrsta leiknum í DHL-höllinni. Það hlýtur að muna um það fyrir heimamenn að heyra í þessum kraftmiklu sveinum í stúkunni. Tindastólsliðið fann í það minnsta ekki taktinn án þeirra í leik eitt. Fyrir leik: KR-ingar hafa haft salinn einir í hálftíma og leikmenn liðsins eru búnir að fá skotæfingu. Það er gott fyrir leikmenn liðsins að vera búnir að kynnast körfunum betur en það er enn klukkutími í leik.Fyrir leik: KR-ingar eru mættir snemma í húsið og farnir að skjóta á körfuna meira en einum og hálfum tíma fyrir leik. KR-liðið kom mun fyrr á Krókinn í dag en þegar þeir töpuðu þar í deildinni í fyrr í vetur.Fyrir leik: Heimamenn spila alvöru rokk og ról í hátalarkerfinu og það væri gaman ef að leikurinn verði á svipuðum nótum á eftir. Stólarnir verða að vinna ætli þeir sér að gera eitthvað í þessu úrslitaeinvígi.Fyrir leik: Stólarnir hafa unnið 13 af 15 heimaleikjum sínum í deild og úrslitakeppni í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur, 10 af 11 í deildinni og 3 af 4 í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, skoraði öll 18 stigin sín í leik eitt í seinni hálfleiknum þar af komu sextán þeirra í þriðja leikhlutanum þar sem að hann hitti úr 6 af 9 skotum sínum. Restin af Tindastólsliðinu skoraði "bara" samtals fimm stig í þriðja leikhlutanum.Fyrir leik: Það bíða allir spenntir að sjá hvort Myron Dempsey geti spilað leikinn í kvöld en ef marka má viðtal við Kára Marisson, aðstoðarþjálfara Tindastóls, á Vísi í dag þá eru mjög litlar líkur á því að sjá hann inn á parketinu í kvöld. Fyrir leik: KR-ingar urðu á mánudaginn fyrsta liðið til að vinna fráköstin með meira en þrjátíu frákasta mun í úrslitaeinvígi karla frá því að farið var að taka tölfræði í lokaúrslitunum 1995 og það fór ekki framhjá neinum að Myron Dempsey var sárt saknað.Fyrir leik: KR-liðið tók 61 frákast í fyrsta leiknum á móti Tindastól og vann fráköstin með 32. KR-liðið tók meðal annars 23 sóknarfráköst eða tveimur fráköstum meira en Stólarnir tóku í vörn. KR-ingar unnu síðan fráköstin undir sinni eigin körfu 38-8.Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er fyrsti lokaúrslitaleikurinn í Síkinu frá 17. apríl 2001 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 25 stiga sigri á Tindastól, 96-71. Tindastólsmaðurinn Svavar Atli Birgisson var í tíunni þá eins og núna en hann skoraði 9 stig og tók 7 fráköst í leiknum. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skoraði 30 stig í leiknum og Brenton J Birmingham var með 28 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta eða fjórfalda tvennu.Fyrir leik: Sjö leikmenn Stólanna skoruðu þriggja stiga körfu í leik eitt þar af allir ungu strákarnir sem eru að fá alvöru mínútur hjá liðinu; Ingvi Rafn Ingvarsson, Pétur Rúnar Birgisson, Viðar Ágústsson og Sigurður Páll Stefánsson.Fyrir leik: Tindastóll, skoraði fleiri þrista (12-10), hitti betur fyrir utan þriggja stiga línuna (41% - 38%) og tapaði færri boltum (12-16) í leik eitt en tapaði samt með tuttugu stiga mun. Aðalástæðan voru frákastabaráttan sem Tindastóll tapaði 29-61.Fyrir leik: Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, skoraði 19 af 22 stigum sínum í fyrsta leiknum í fyrri hálfleik þar sem að hann hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Brynjar tók einnig 8 fráköst í hálfleiknum þar af sjö þeirra í sókn.Fyrir leik: Tindastóll tapaði fyrsta leiknum með tuttugu stigum á móti Íslandsmeisturunum í DHL-höllinni. Stólarnir voru þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum í fjórtán ár en urðu enn á ný að sætta sig við stórtap í úrslitaeinvíginu. Nú er svo komið að Stólarnir eru búnir að tapa 80 prósent leikja sinna í lokaúrslitum með tuttugu stigum eða meira.Fyrir leik: Tindastóll hefur spilað tvo leiki í lokaúrslitum í húsinu og þeir voru báðir á móti Njarðvík vorið 2001 og töpuðu báðir með meira en tuttugu stiga mun. Stólarnir eiga því enn eftir að vinna heimaleik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Síkið á Sauðárkróki. Hér verður fylgst með öðrum leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Pétur Rúnar Birgisson Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Tindastóll jafnaði metin í 1-1 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta eftir átta stiga sigur á KR, 80-72, í öðrum leiknum í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir léku án Bandaríkjamannsins Myron Dempsey en sýndu ótrúlega baráttu út um allan völl. Þeir ætluðu sér sigur og tókst að jafna metin í einvíginu. Stólarnir hafa ekki tapað tveimur leikjum í röð í vetur og þeir sýndu af hverju í Síkinu í kvöld. Darrel Lewis og Darrell Flake áttu báðir frábæran leik fyrir Tindastólsliðið, menn eru vanir að sjá 26 stiga leiki frá Lewis en 22 stiga frammistaka Flake var lífnauðsynlega þar sem að liðið lék án Dempsey. Flake setti niður níu skot í leiknum flest með langskotum og fjögur skotann voru fyrir utan þriggja stiga línuna. Lewis og Flake voru aðeins með tíu stig saman í fyrsta leiknum en skiluðu 48 stigum í kvöld. Tindastóll tapaði líka fráköstunum aðeins með þremur, 37-40, sem er mikil framför frá því í leik eitt. KR-ingar hafa oft spilað betur en í kvöld, hvort sem það var af því að þeir slökuðu á við að sjá Myron Dempsey í borgaralegum klæðum er ekki ljóst en liðið átti ekki svör við hittni Flake og baráttuglöðum Tindastólsmönnum í þessum leik. KR-ingar byrjuðu betur og gerðu sig líklega til að stinga af þegar þeir komust í 17-9 eftir þriggja stiga körfu frá Brynjar Þór Björnssyni. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, bað þá um leikhlé. Leikmenn hans þurftu hinsvegar ekkert orð í eyra því þeir skoruðu 8 stig á augabragði og eftir 8-0 sprett heimamanna var það Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem tók fyrsta leikhlé leiksins. Darrel Lewis endaði fyrsta leikhlutann á flautu þristi úr mjög erfiðri stöðu og Tindastóll var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann.Lewis og Darrell Flake voru báðir að spila miklu betur en í fyrsta leiknum og það munaði mikið um það í fjarveru Myron Dempsey. KR-ingar skoruðu fjögur fyrstu stig annars leikhlutans en í honum skiptust liðin á því að taka forystuna og leikurinn helst mjög jafn. Það var síðan Pétur Rúnar Birgisson sem endaði hálfleikinn á því að skora laglega körfu eftir einstaklingsframtak og jafna metin í 40-40. Stólarnir unnu fráköstin 20-19 í fyrri hálfleiknum sem var mikil framför frá því í leik eitt. Helgi Már Magnússon skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks en þá kom frábær 14-4 sprettur heimamanna þar sem að Darrell Flake skoraði 9 stiganna. Stólarnir komust þar í 54-48 og annar sprettur liðsins skilaði síðan 62-57 forystu fyrir lokaleikhlutann. Tindastólsliðið var skrefinu á undan í fjórða leikhlutanum en þristar frá Ingva Rafni Ingvarssyni og Darrell Flake komu liðinu í 72-65. Stólarnir gáfu þá forystu ekki frá sér en KR-ingar náðu þó að minnka muninn í þrjú stig þegar rúm mínúta var eftir. Tindastólsliðið var hinsvegar ekki á því að gefa neitt frá sér og fagnaði lífsnauðsynlegum sigri í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Tindastóll-KR 80-72 (25-24, 15-16, 22-17, 18-15)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/11 fráköst/7 stolnir, Darrell Flake 22/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 9/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Pálmi Þórsson 0, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0.KR: Michael Craion 24/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 19/8 fráköst, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst/10 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Björn Kristjánsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.Israel Martin: Við erum meira en einn leikmaður Israel Martin, þjálfari Tindastóls, stýrði liði sínu til sigurs í kvöld á móti Íslandsmeisturum KR, þrátt fyrir að vera án bandaríska miðherja síns. Hann fagnaði vel í leikslok enda þetta mikill sigur fyrir hann og liðið hans. „Allt tímabilið þá hef ég reynt að koma því til skila til allra í liðinu að við erum meira en einn leikmaður. Við erum lið og þess vegna erum við komnir alla leið í úrslitin. Þess vegna urðum við í 2. sæti í deildinni, þess vegna slógum við Þór út 3-0 og þess vegna slógum við Hauka út 3-1. Við þurfum ekki einn leikmann heldur eitt lið. Við sáum það í dag að við erum eitt lið," sagði Israel Martin eftir leik. „Þeir unnu kannski fráköstin aftur en það ekki sama að tapa fráköstunum með 32 eða 3 eins og í fyrsta leiknum. Ég tel ennþá að KR sé með besta liðið í landinu því þeir eru með frábæra leikmenn. Við verðum að mæta metnaðarfullir út í KR, fullir af orku og með fulla einbeitingu. Við höfum engu að tapa og allt að vinna," sagði Martin. „Ef við töpuðu út í KR þá gerist ekkert stórt og við fáum aftur leik hér heima. Þetta er úrslitakeppni og ég er mjög ánægður með mitt lið," sagði Martin og hann vildi nefna sérstaklega einn leikmann. „Darrell Flake er að spila meiddur eins og allir sjá. Hann er nánast að spila á öðrum fætinum og hann gaf allt sitt til liðsins í þessum leik. Ég vil koma þökkum mínum til hans. Ég hef aldrei áður séð leikmann gera allt á vellinum eins og hann í kvöld," sagði Israel Martin í sigurvímu eftir leikinn.Brynjar: Við létum Darrell Flake hitta alltof mikið "Darrell Flake var að hitta svakalega vel og við vorum að gefa þeim alltof mikið af opnum sniðskotum í fyrri hálfleiknum. Það voru litlu hlutirnar sem voru að klikka hjá okkur í kvöld," sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Við vorum að drollast aftur í vörn og það kann ekki góðri lukku að stríða þegar menn mæta ekki alveg hundrað prósent tilbúnir," sagði Brynjar. KR-liðið minnkaði muninn í eitt sitg í fjórða leikhlutanum en þá komu sex stig í röð hjá Stólunum. „Það var tapaður bolti hjá mér, við klikkuðu á varnarfærslu og Ingvi kom þessu aftur upp í fjögur stig þegar við vorum komnir með "mómentið". Þetta voru litlu smáatriðin sem voru að klikka hjá okkur og þegar við gerum þau ekki vel þá gerast svona hlutir," sagði Brynjar. Hvaða áhrif hafði það á KR-liðið að Stólarnir voru án Myron Dempsey en bandaríski miðherjinn gat ekki leikið vegna meiðsla alveg eins og í fyrsta leiknum. „Það hafði engin áhrif svo sem. Það á ekki að skipta neinu máli hvor hann sé með eða ekki. Við eigum bara að koma brattir og tilbúnir. Við létum Darrell Flake hitta alltof mikið og fá alltof opin skot í seinni þrátt fyrir að hafa sett niður öll skotin sín í fyrri hálfleik," sagði Brynjar en nú er aftur jafnt og næsti leikur á heimavelli KR. „Það verður hörku stuð í næsta leik. Það er alltaf gaman að koma í DHL-höllina og spila þar því það er gott að vera á heimavelli," sagði Brynjar að lokum.Helgi Rafn: Ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn og taka þá þar Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var kátur í leikslok en hann steig glaður fram í viðtal eftir að hetja leiksins, Darrell Flake, var ekki tilbúinn til að gefa Vísi viðtal. „Það voru ekki bara þeir sem voru inn á vellinum sem voru flottir því stúkan var sjúkleg. Það var bara þannig. Þetta eru bara bestu áhorfendur sem til eru á landinu og það var þvílík stemmning í húsinu," sagði Helgi Rafn. „Það voru allir búnir að tala um þessa frákastabaráttu og að okkur vantaði erlenda leikmanninn og allt það. Það spilar gríðarlega mikið inn í að við fáum að vita það tíu mínútum fyrir fyrsta leik að hann yrði ekki með. Fyrir þennan leik vissu menn að hann yrði ekki með og það er tvennt ólíkt," sagði Helgi Rafn en Myron Dempsey missti af öðrum leiknum í röð. „Við ætluðum að taka meira fráköstum, stíga Brynjar út sem og Darra og þessa stráka sem eru tilbúnir að koma inn í fráköstin líka. Við gerðum frábæta hluti í frákastabaráttunni þótt að þeir hafi tekið einhver sextán sóknarfráköst. Við héldum þeim helling niðri," sagði Helgi Rafn en hvað með Darrell Flake og hans 22 stig? „Er Flake ekki búinn að spila meiddur síðan að hann kom úr KR um árið? Hann fer ekki í gegnum tímabil án þess að meiðast og hann kann þetta. Við þurftum þetta frá honum í kvöld og hann hitti úr þessum skotum og var bara frábær," sagði Helgi Rafn. „Það voru allir í liðinu einbeittir á það að fylgja því sem þjálfararnir voru búnir að setja upp. Það var sama hversu djúpt við fórum á bekkinn. Menn héldu bara haus og héldu áfram," sagði Helgi Rafn en hvað sýndu Stólarnir í þessum leik. „Við ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn og taka þá þar. Það er allavega annar leikur hér en við ætlum að fara í Vesturbæinn á sunnudaginn. Það er komið sumar," sagði Helgi Rafn að lokum.Finnur Freyr: Með svona frammistöðu á maður ekki skilið að vinna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var mjög óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld en KR tapaði þá með átta stigum á móti liði Tindastóls sem lék án bandaríska miðherja síns. „Stólarnir voru miklu betri og áttu þetta skilið," sagði Finnur. "Við bjuggumst við og vorum búnir að tala um það að þeir yrðu fastir fyrir. Allt sem við ætluðum að gera fór út um gluggan í hvert einasta skipti sem við klikkuðum á skoti," sagði Finnur. „Í vörninni vorum við langt frá því sem við ætluðum að gera og með svona frammistöðu þá á maður ekki skilið að vinna," sagði Finnur harðorður. „Nú heldur þetta bara áfram. Það er bara 1-1 og nú fer þetta aftur í Vesturbæinn. Við töluðum um það fyrir þennan leik að við vildum komast í 2-0 og ná tangarhaldi á þessari seríu. Það gekk heldur betur ekki," sagði Finnur að lokum.Tindastól - KR, leikur tvö: Textalýsing frá SíkinuLeik lokið | 80-72: Helgi Freyr setur niður þrist er tíminn rennur út og allt vitlaust í húsinu. Mögnuð frammistaða hjá Stólunum. 4. leikhluti: 39. mín., 74-71: Brynjar smellir niður þristi og það munar aðeins þremur stigum á liðinum þegar rúm mínúta er eftir.4. leikhluti: 39. mín., 74-67: Helgi Rafn með magnaða körfu eftir stoðsendingu frá Ingva. Það eru svo margir að spila miklu betur hjá Stólunum. 4. leikhluti: 38. mín., 72-67: Helgi Már minnkar muninn í fimm stig eftir körfu úr hraðaupphlaupi og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé. 2:59 mínútur eftir af leiknum. 4. leikhluti: 37. mín., 72-65: Stólarnir fara í öll fráköst, jafnvel þrír í einu. Stoltið er undir í frákastabaráttunni það er ljóst. 4. leikhluti: 36. mín., 72-65: Darrel Lewis fær á sig ruðning og Finnur Freyr tekur leikhlé þegar 4:25 mínútur eru eftir. Lewis er kominn með 25 stig og Flake hefur skorað 22 stig. Frábær framistaða hjá þessum reynslumiklu leikmönnum. 4. leikhluti: 35. mín., 72-65: Stólarnir eiga líka skyttur og Ingvi og Darrell Flake koma Stólunum aftur sjö stigum yfir með því að setja báðir niður þriggja stiga skot. Stólarnir eru að berjast út um allan völl, þeir ætla ekki að tapa í kvöld. 4. leikhluti: 34. mín., 66-65: Helgi Már setur niður tvo þrista á stuttum tíma og munurinn er allt í einu kominn niður í eitt stig. Helgi Már er með 17 stig. 4. leikhluti: 33 mín., 66-59: Helgi Rafn skorar eftir sendingu frá nafna sínum og Stólarnir eru komnir sjö stigum yfir. Finnur Freyr tekur leikhlé enda öll stemmningin með Stólunum. 4. leikhluti: 32. mín., 64-59: Finnur Atli minnkar muninn með því að setja niður tvö víti en Darel Lewis svarar. 3. leikhluta lokið, 62-57: Helgi Freyr Margeirsson fær þriðju villuna á Helga Má og setur niður bæði vítin. Stólarnir vinna boltann og Lewis fær tvö víti 4,2 sekúndum fyrir lok leikhlutans. Lewis skorar úr báðum og kemur Tindastól fimm stigum yfir. Darrel Lewis er búinn að skora 23 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í kvöld.3. leikhluti: 29. mín., 58-57: Helgi Rafn fær villu á Craion en skorar bara úr öðru vítanna. Stólarnir eru einu stigi yfir.3. leikhluti: 28. mín., 57-57: Darrel Lewis jafnar metin með því að skora úr öðru víti sínu en Stólarnir vinna boltann aftur en ná ekki að nýta tvö skot í sókninni.3. leikhluti: 28. mín., 56-57: Michael Craion er erfiður við að eiga og hann kemur KR yfir með sjö stigum á stuttum tíma. KR-ingar hafa komið sterkri til baka. Craion er búinn að skora 23 stig í kvöld.3. leikhluti: 26. mín., 54-48: Darrell Flake skoraði sitt 19. stig í leiknum en fær skömmu síðar sína þriðju villur. Hann er samt áfram inná vellinum.3. leikhluti: 25. mín., 52-46: Darrell Flake skorar fimm stig á stuttum tíma og Stólarnir eru komnir sex stigum yfir. Finnur tekur leikhle. Flake er kominn með 17 stig í kvöld.3. leikhluti: 23. mín., 47-44: Darrel Lewis skorar aftur og er kominn með 18 stig í leiknum. Pavel fær skömmu síðar sína þriðju villu.3. leikhluti: 21. mín., 45-42: Darrell Flake og Darrel Lewis (3ja) svara og koma Stólunum aftur í forystu. Seinni hálfleikur hafinn, 40-42: KR-ingar byrja með boltann í þriðja leikhlutanum. Helgi Már Magnússon fær að labba í gegnum vörnina og er fljótur að skora fyrstu körfuna.Hálfleikur, 40-40: Stólarnir unnu fráköstin í fyrri hálfleiknum, 20-19, sem er mikil framför frá því í síðasta leik. Darrel Lewis er með 13 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og Darrell Flake hefur spilað mjög vel og er með 10 stig á 14 mínútuum. Michael Craion er með 12 stig og 4 fráköst hjá KR og Darri Hilmarsson hefur skorað 9 stig. Hálfleikur, 40-40: Pétur Rúnar Birgisson hjá Tindastól endar hálfleikinn á því að setja niður körfu eftir einstaklingsframtak. Það er vel viðeigandi að það sé jafnt í hálfleik en það hefur ekki miklu munað á liðunum í þessum fyrri hálfleik. Bæði lið hafa gert mikið af mistökum og hafa líka átt bæði sína spretti. Pétur var með 7 stig og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. 2. leikhluti: 20. mín., 38-40: Svavar Birgisson hjá Tindastól fær tæknivillu fyrir að mótmæli en hann fékk ekki villu þegar hann keyrði upp að körfunni. Helgi Már kemur KR tveimur stigum yfir með því að setja niður vítið.2. leikhluti: 19. mín., 38-39: Darri skorar aðra hraðaupphlaupskörfu sína á stuttum tíma en Flake skorar skemmtilega körfu hinum megin. Það munar enn einu stigi og aftur er þetta spurningin um hvort liðið endar leikhlutann betur.2. leikhluti: 18. mín., 36-37: Pavel stelur boltanum, gefur á Darra sem skorar úr hraðaupphlaupi og fær víti að auki. Darri klikar á vítinu en KR er komið yfir.2. leikhluti: 17. mín., 36-35: Körfur frá Pétri og Svavari koma Stólunum aftur fjórum stigum yfir en Helgi Már svarar með þriggja stiga körfu.2. leikhluti: 16. mín., 32-32: Michael Craion skorar tvær körfur í röð undir körfunni og jafnar metin. Hann fær víti að auki eftir seinni körfuna en klikkar. Allt jafnt.2. leikhluti: 16. mín., 32-28: Darrel Lewis á þessar mínútur og hann kemur Stólunum fjórum stigum yfir eftir enn einn tapað boltann hjá KR-liðinu. Lewis er kominn með 13 stig í leiknum.2. leikhluti: 15. mín., 30-28: Darrel Lewis smellir niður þriggja stiga körfu og Tindastóll er tveimur stigum yfir. Það er samt mikið óðagot hjá báðum liðum og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé þegar 5:54 mínúta er eftir.2. leikhluti: 14. mín., 27-28: Darrel Lewis gefst ekki upp, fer á vörnina og minnkar muninn í eitt stig. KR-ingar tapa enn einum boltanum og Stólarnir geta komist aftur yfir. 2. leikhluti: 13. mín., 25-26: Darrel Lewis klikkar á tveimur vítum en og klúðrar síðan góðu tækifæri í hraðaupphlaupi. KR-ingar tapa ítrekað boltanum. Tvö stig á fyrstu tveimur mínútnum hjá báðum liðum. 2. leikhluti hafinn, 25-26: Fyrstu skot beggja liða geiga í öðrum leikhluta og Flake tapar boltanum klaufalega eftir að hafa tekið varnarfrákast. Finnur Atli Magnússon fylgir eftir skoti bróðurs síns og kemur KR aftur yfir með fyrstu körfu leikhlutans. 1. leikhluta lokið, 25-24: Darrel Lewis endar leikhlutann á magnaðri þriggja stiga körfu rétt áður en flautið gall. Allt annað að sjá Lewis heldur en í leik eitt og þessi karfa hans kemur Stólunum einu stigi yfir. 1. leikhluti: 9. mín., 19-20: Mikið um mistök þessa mínúturnar. Hvort liðið nær að enda leikhlutann betur?1. leikhluti: 8. mín., 19-18: Darri Hilmarsson kemur KR aftur yfir af vítalínunni en hann hittir bara úr öðru vítanna. Stólarnir keyra upp völlinn og Helgi Rafn Viggósson skorar auðvelda körfu eftir flotta stoðsendingu frá Ingva. 1. leikhluti: 7. mín., 17-17: Ingvi Rafn Ingvarsson skorar úr hraðaupphlaupi og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. Átta stig í röð hjá Tindastólsliðinu.1. leikhluti: 7. mín., 15-17: Brynjar smellir niður þristi en Darrell Flake svarar með tveimur þriggja stiga körfum á stuttum tíma. Flake ætlar sér stóra hluti í kvöld. 1. leikhluti: 5. mín., 9-14: Michael Craion skorar inn í teig og er kominn með átta stig á fyrstu fimm mínútum leiksins.1. leikhluti: 4. mín., 6-11: KR-ingar svara með sex stigum í röð, síðast Michael Craion úr hraðaupphlaupi eftir að Darrel Lewis hafði misst boltann klaufalega.1. leikhluti: 3. mín., 6-5: KR-ingar komast í 5-2 en karfa Lewis og stoðsending hans á Ingva í hraðaupphlaupi koma Stólunum yfir.1. leikhluti: 1. mín., 2-3: Pavel Ermolinskij skorar fyrstu körfu leiksins fyrir KR fyrir utan þriggja stiga línuna en Darrell Flake svarar.Leikurinn er hafinn: KR-ingar byrja með boltann eftir að hafa unnið uppkastið. Krókadíllinn, lukkudýr Stólanna, kom með leikboltann í húsið. Fyrir leik: Israel Martin, þjálfari Tindastóls, kemur síðustu skilaboðunum til Darrel Keith Lewis sem þarf að gera miklu betur en í leik eitt þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 13 skotum sínum.Fyrir leik: Leikmannakynning er í gangi hér í Síkinu. Annar leikur lokaúrslitanna 2015 er að fara að byrja eftir örfáar mínútur. Stólarnir yfirgefa salinn og það má búast við því að heimamenn séu með eitthvað klárt fyrir kynninguna á sínu liði.Fyrir leik: Ingvi Rafn, Pétur Rúnar, Lewis, Helgi Rafn og Flake byrja hjá Tindastól í kvöld. Flake er klár og tekur stöðu Myron Dempsey alveg eins og í leik eitt.Fyrir leik: Brynjar, Craion, Helgi Már, Darri og Pavel byrja hjá KR í kvöld alveg eins og í leik eitt.Fyrir leik: Það er að fjölga í húsinu og fólk er líka farið að koma sér fyrir á svölunum í kringum allan völlinn. Stuðningsmannasveitin hjá Stólunum er farinn að kalla "Tindastóll, Tindastóll.." Þeir þurfa að hjálpa sínum mönnum í kvöld sem þurfa að berjast við Íslandsmeistarana án Myron Dempsey. Fyrir leik: Dómararnir í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Leifur Garðarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari. Þetta er elsta mögulega dómaraþríeyki sem er hægt að stilla upp á Íslandi og það er því mikil reynsla hjá dómurunum í kvöld.Fyrir leik: Tindastólsmenn stilla sér upp í liðsmyndatöku áður en upphitunin byrjar fyrir alvöru. Þetta gæti náttúrulega orðið síðasti heimaleikur liðsins á þessu magnaða tímabili hjá nýliðunum. Fyrir leik: Tindastóll getur ekki aðeins tapað öðrum leiknum í röð í kvöld í fyrsta sinn í Dominos-deildinni í vetur því liðið er einnig í hættu á að tapa öðrum heimaleiknum í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni. Haukar unnu fjórtán stiga sigur á Tindastól (93-79) í síðasta leiknum í Síkinu.Fyrir leik: Myron Dempsey er líka kominn inn í salinn ... en hann er í borgaralegum klæðum og mun því ekki spila með í kvöld. Darrell Flake er hinsvegar á fullu að hita upp. Dempsey sest á varamannabekkinn hjá Stólunum og fylgist með félögum sínum.Fyrir leik: Stuðningsmannasveit Stólanna er komin í Salinn en menn söknuðu hennar mikið í fyrsta leiknum í DHL-höllinni. Það hlýtur að muna um það fyrir heimamenn að heyra í þessum kraftmiklu sveinum í stúkunni. Tindastólsliðið fann í það minnsta ekki taktinn án þeirra í leik eitt. Fyrir leik: KR-ingar hafa haft salinn einir í hálftíma og leikmenn liðsins eru búnir að fá skotæfingu. Það er gott fyrir leikmenn liðsins að vera búnir að kynnast körfunum betur en það er enn klukkutími í leik.Fyrir leik: KR-ingar eru mættir snemma í húsið og farnir að skjóta á körfuna meira en einum og hálfum tíma fyrir leik. KR-liðið kom mun fyrr á Krókinn í dag en þegar þeir töpuðu þar í deildinni í fyrr í vetur.Fyrir leik: Heimamenn spila alvöru rokk og ról í hátalarkerfinu og það væri gaman ef að leikurinn verði á svipuðum nótum á eftir. Stólarnir verða að vinna ætli þeir sér að gera eitthvað í þessu úrslitaeinvígi.Fyrir leik: Stólarnir hafa unnið 13 af 15 heimaleikjum sínum í deild og úrslitakeppni í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur, 10 af 11 í deildinni og 3 af 4 í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, skoraði öll 18 stigin sín í leik eitt í seinni hálfleiknum þar af komu sextán þeirra í þriðja leikhlutanum þar sem að hann hitti úr 6 af 9 skotum sínum. Restin af Tindastólsliðinu skoraði "bara" samtals fimm stig í þriðja leikhlutanum.Fyrir leik: Það bíða allir spenntir að sjá hvort Myron Dempsey geti spilað leikinn í kvöld en ef marka má viðtal við Kára Marisson, aðstoðarþjálfara Tindastóls, á Vísi í dag þá eru mjög litlar líkur á því að sjá hann inn á parketinu í kvöld. Fyrir leik: KR-ingar urðu á mánudaginn fyrsta liðið til að vinna fráköstin með meira en þrjátíu frákasta mun í úrslitaeinvígi karla frá því að farið var að taka tölfræði í lokaúrslitunum 1995 og það fór ekki framhjá neinum að Myron Dempsey var sárt saknað.Fyrir leik: KR-liðið tók 61 frákast í fyrsta leiknum á móti Tindastól og vann fráköstin með 32. KR-liðið tók meðal annars 23 sóknarfráköst eða tveimur fráköstum meira en Stólarnir tóku í vörn. KR-ingar unnu síðan fráköstin undir sinni eigin körfu 38-8.Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er fyrsti lokaúrslitaleikurinn í Síkinu frá 17. apríl 2001 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 25 stiga sigri á Tindastól, 96-71. Tindastólsmaðurinn Svavar Atli Birgisson var í tíunni þá eins og núna en hann skoraði 9 stig og tók 7 fráköst í leiknum. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skoraði 30 stig í leiknum og Brenton J Birmingham var með 28 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta eða fjórfalda tvennu.Fyrir leik: Sjö leikmenn Stólanna skoruðu þriggja stiga körfu í leik eitt þar af allir ungu strákarnir sem eru að fá alvöru mínútur hjá liðinu; Ingvi Rafn Ingvarsson, Pétur Rúnar Birgisson, Viðar Ágústsson og Sigurður Páll Stefánsson.Fyrir leik: Tindastóll, skoraði fleiri þrista (12-10), hitti betur fyrir utan þriggja stiga línuna (41% - 38%) og tapaði færri boltum (12-16) í leik eitt en tapaði samt með tuttugu stiga mun. Aðalástæðan voru frákastabaráttan sem Tindastóll tapaði 29-61.Fyrir leik: Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, skoraði 19 af 22 stigum sínum í fyrsta leiknum í fyrri hálfleik þar sem að hann hitti meðal annars úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Brynjar tók einnig 8 fráköst í hálfleiknum þar af sjö þeirra í sókn.Fyrir leik: Tindastóll tapaði fyrsta leiknum með tuttugu stigum á móti Íslandsmeisturunum í DHL-höllinni. Stólarnir voru þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum í fjórtán ár en urðu enn á ný að sætta sig við stórtap í úrslitaeinvíginu. Nú er svo komið að Stólarnir eru búnir að tapa 80 prósent leikja sinna í lokaúrslitum með tuttugu stigum eða meira.Fyrir leik: Tindastóll hefur spilað tvo leiki í lokaúrslitum í húsinu og þeir voru báðir á móti Njarðvík vorið 2001 og töpuðu báðir með meira en tuttugu stiga mun. Stólarnir eiga því enn eftir að vinna heimaleik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Síkið á Sauðárkróki. Hér verður fylgst með öðrum leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Pétur Rúnar Birgisson
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira