Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 24-27 | Afturelding tryggði sér oddaleik Anton Ingi Leifsson skrifar 23. apríl 2015 18:15 Örn Ingi Bjarkason. Vísir/Stefán Afturelding tryggði sér oddaleik gegn ÍR í undanúrslitum Olís-deildar karla. Afturelding vann ÍR í fjórða leik liðanna, 27-24, en leikið var í Austurbergi þennan fyrsta sumardag. Leikurinn var afar kaflaskiptur, þá sér í lagi fyrri hálfleikur. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik leiddu gestirnir 15-13. Þeir héldu þessari forystu með frábærri vörn og markvörslu í síðari hálfleik, en lokatölur urðu eins og fyrr segir; 27-24. ÍR byrjaði betur og var ávallt skrefinu á undan. Þeir komust meðal annars í 4-3 og 5-3. Þeir spiluðu góðan varnarleik sem og sóknarleik, en varnarleikur Aftureldingar var ekki góður og því kom markvarslan ekki með. Sóknarleikurinn var einnig mjög stirður og það var nánast engin ógnun fyrir utan frá Birki Benediktssyni og Elvari Ásgeirssyni. Þegar gestirnir úr Mosfellsbæ voru komnir 10-5 undir rönkuðu þeir við sér. Þeir byrjuðu að hitna í bæði varnar- og sóknarleik og markvarslan hrökk í gang. Þeir skoruðu sjö mörk í röð og komust 12-10 yfir. Magnaður viðsnúningur og Davíð Svansson lék á alls oddi í markinu. Hann varði tvisvar í röð frá Bjarna Fritzsyni og var einfaldlega að loka markinu. Flóknara var það ekki. Sóknarleikurinn sem var afar rislítil í upphafi leiks varð allt annar eftir því sem leið lá. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn með góða ógnun hægra megin fyrir utan, Örn Ingi skilar alltaf sínum mörkum og svo hrökk Elvar Ásgeirsson í gang. Hann skoraði öll sín fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðari hluta hálfleiksins. Staðan 15-13 fyrir gestunum í hálfleik sem ætluðu að selja sig dýrt, enda væru þeir á leið í sumarfrí ef þeir myndu tapa. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og skoruðu fyrstu mörkin. Þá skelltu gestirnir úr kjúklingabænum aftur í lás eins og þeir gerðu bróðurpart fyrri hálfleiks, en þeir skoruðu næstu þrjú mörk og komu sér 18-15 yfir. Þeir héldu tveggja til þriggja marka forystu og þegar stundarfjóðrungur var til leiksloka var staðan 19-17, gestunum í vil. Á næstu tíu mínútum skoraði ÍR tvö mörk gegn sex mörkum gestanna sem spiluðu frábæran varnarleik. Davíð Svansson stóð í markinu og varði og varði. Sóknarleikur ÍR var afar einkennilegur oft á köflum. Þegar þeir fundu svo loks svör á varnarleik ÍR var Davíð eins og klettur í markinu. Örlítið spenna myndaðist í Austurbergi undir lokin, en þegar rúmar tvær mínútur var eftir var munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, leikhlé og róaði sína menn örlítið niður. Þá voru heimamenn komnir í framliggjandi vörn sem gerði sóknarmenn Aftureldingar taugaveiklaða. Lokatölur urðu þó sigur Aftureldingar, 27-24. ÍR fór með fjöldan allan af dauðafærum sem, þegar uppi er staðið, voru ansi dýr. Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson skoruðu sitt hvor fimm mörkin, en menn eins og Bjarni Fritzzon (2/9) verða að spila betur ætli ÍR sér í úrslitaleikinn. Hjá Aftureldingu lögðu margir hönd á plóginn. Örn Ingi Bjarkason og Pétur Júníusson skoruðu sex mörk hvor og Elvar Ásgeirsson bætti við fimm. Davíð Svansson lék á alls oddi í markinu og var með 45% markvörslu. Hann varði líitð í byrjun og þá var Afturelding undir, en leið og hann hrökk í gang fór þetta að ganga hjá Aftureldingu. Oddaleikurinn verður í Mosfellsbæ á sunnudaginn, en leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið sem tapar fer í sumarfrí, en sigurliðið mætir Haukum í úrslitarimmunni.Davíð: Það er ekkert annað í boði „Við vorum búnir að vera svolítið daprir, í síðasta leik og í byrjun þessa leiks. Það var búið að vera sjóleiki yfir þessu,” sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Það voru búnar að vera lélegar sendingar milli manna, en við fengum nokkrar vörslur, fengum góð mörk úr hraðaupphlaupum og það kom smá gír í þetta. Stúkan var brjáluð og ég held að það hafi kveikt í þessu. Þá sáum við hvað við getum.” „Okkur vantaði smá trú á verkefnið og geðveiki. Þetta var allt annað lið sem spilaði fyrsta korterið og svo restina af leiknum. Þetta var allt, allt annað lið og einnig í leiknum þar á undan.” „Ég held að það hafi verið geðveikin. Köllum þetta bara geðveikina. Þá komu læti og allt varð vitlaust og þá fórum við að sjá hvað við getum.” Umræðan fyrir leikinn var mikil í þá áttina að Afturelding ætti undir högg að sækja. Liðið var án tveggja lykilmanna, Jóhann Jóhannsonar og Jóhann Gunnar Einarsson, en sá síðarnefndi var þó á bekknum. Það sást þó langar leiðir að hann var ekki heill heilsu. „Það er erfitt að missa þessa leikmenn úti, enda hörkuleikmenn. Jóhann Gunnar gat ekki setið á sér og hann sagði að það væri ekki séns að hann myndi vera upp í stúku. Hann ætlaði að vera minnsta kosti á bekknum.” „Hann fékk aðeins að hreyfa sig og það munar um minna. Hann þarf ekki nema að koma við boltann og þá eru þrír ÍR-ingar komnir í hann. Hann losar rosalega.” „Já, að sjálfsögðu. Það er ekkert annað í boði,” sagði Davíð að lokum.Einar: Við vinnum á sunnudeginn, ég er handviss um það „Nýtingin á dauðafærunum fór með okkur. Við förum með helling af dauðafærum og reynslumiklir menn eru að klúðra trekk í trekk eins og flestir í liðinu,” sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Það á enginn góðan leik sóknarlega hjá okkur. Vörnin var allt í lagi, en ég held að þetta liggi aðallega í varnarleiknum hjá Davíð Svanssyni og við náum ekki hraðaupphlaupum né seinni bylgju.” „Þá byrjar hann að verja eins og rotta í markinu og okkar markmaður dettur niður. Það eru ákveðinn mistök sem ég tek á mig að markmaðurinn okkar var svona lengi inná, en ég er bara með það mikla tröllatrú á okkar markmönnum að gefa þeim eins langan tíma og þeir þurfa.” „Ég skipti í hálfleik. Svavar byraði svo vel í síðari hálfleik. Dettur svo niður og ég skipti svo Arnóri aftur inná og það gekk ekki heldur. Þetta var orðið dálítið örvæntingarfullt þarna undir lokin, en við vorum bara að reyna allt. Það gekk næstum því upp, en við fengum klaufa tvær mínútur í lokin. Hefðum við sleppt því hefði þetta geta orðið spennandi.” „Áhorfendurnir og stemningin var það jákvæðasta í dag. Maður fær alltof fá tækifæri til þess að hrósa fólkinu sem vinnur á bakvið tjöldin. Það var fullt hús í dag, frábær stemning, fólk er mætt snemma til þess að setja upp skilti, manna gæslu og allt fólk í sjálfboðavinnu. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim og það er það eina virkilega jákvæða í dag fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar.” „Við tókum lengri leiðina gegn Akureyri. Þá tökum við bara fimm leiki í þessu einvígi. Þetta er ekki flókið. Minni hvíld og bla bla. Þú tekur bara því sem kemur. Þú ert kominn þetta langt. Við vinnum á sunnudaginn, ég er handviss um það,” sagði Einar Hólmgeirsson við Vísi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Afturelding tryggði sér oddaleik gegn ÍR í undanúrslitum Olís-deildar karla. Afturelding vann ÍR í fjórða leik liðanna, 27-24, en leikið var í Austurbergi þennan fyrsta sumardag. Leikurinn var afar kaflaskiptur, þá sér í lagi fyrri hálfleikur. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik leiddu gestirnir 15-13. Þeir héldu þessari forystu með frábærri vörn og markvörslu í síðari hálfleik, en lokatölur urðu eins og fyrr segir; 27-24. ÍR byrjaði betur og var ávallt skrefinu á undan. Þeir komust meðal annars í 4-3 og 5-3. Þeir spiluðu góðan varnarleik sem og sóknarleik, en varnarleikur Aftureldingar var ekki góður og því kom markvarslan ekki með. Sóknarleikurinn var einnig mjög stirður og það var nánast engin ógnun fyrir utan frá Birki Benediktssyni og Elvari Ásgeirssyni. Þegar gestirnir úr Mosfellsbæ voru komnir 10-5 undir rönkuðu þeir við sér. Þeir byrjuðu að hitna í bæði varnar- og sóknarleik og markvarslan hrökk í gang. Þeir skoruðu sjö mörk í röð og komust 12-10 yfir. Magnaður viðsnúningur og Davíð Svansson lék á alls oddi í markinu. Hann varði tvisvar í röð frá Bjarna Fritzsyni og var einfaldlega að loka markinu. Flóknara var það ekki. Sóknarleikurinn sem var afar rislítil í upphafi leiks varð allt annar eftir því sem leið lá. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn með góða ógnun hægra megin fyrir utan, Örn Ingi skilar alltaf sínum mörkum og svo hrökk Elvar Ásgeirsson í gang. Hann skoraði öll sín fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðari hluta hálfleiksins. Staðan 15-13 fyrir gestunum í hálfleik sem ætluðu að selja sig dýrt, enda væru þeir á leið í sumarfrí ef þeir myndu tapa. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og skoruðu fyrstu mörkin. Þá skelltu gestirnir úr kjúklingabænum aftur í lás eins og þeir gerðu bróðurpart fyrri hálfleiks, en þeir skoruðu næstu þrjú mörk og komu sér 18-15 yfir. Þeir héldu tveggja til þriggja marka forystu og þegar stundarfjóðrungur var til leiksloka var staðan 19-17, gestunum í vil. Á næstu tíu mínútum skoraði ÍR tvö mörk gegn sex mörkum gestanna sem spiluðu frábæran varnarleik. Davíð Svansson stóð í markinu og varði og varði. Sóknarleikur ÍR var afar einkennilegur oft á köflum. Þegar þeir fundu svo loks svör á varnarleik ÍR var Davíð eins og klettur í markinu. Örlítið spenna myndaðist í Austurbergi undir lokin, en þegar rúmar tvær mínútur var eftir var munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þá tók Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, leikhlé og róaði sína menn örlítið niður. Þá voru heimamenn komnir í framliggjandi vörn sem gerði sóknarmenn Aftureldingar taugaveiklaða. Lokatölur urðu þó sigur Aftureldingar, 27-24. ÍR fór með fjöldan allan af dauðafærum sem, þegar uppi er staðið, voru ansi dýr. Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson skoruðu sitt hvor fimm mörkin, en menn eins og Bjarni Fritzzon (2/9) verða að spila betur ætli ÍR sér í úrslitaleikinn. Hjá Aftureldingu lögðu margir hönd á plóginn. Örn Ingi Bjarkason og Pétur Júníusson skoruðu sex mörk hvor og Elvar Ásgeirsson bætti við fimm. Davíð Svansson lék á alls oddi í markinu og var með 45% markvörslu. Hann varði líitð í byrjun og þá var Afturelding undir, en leið og hann hrökk í gang fór þetta að ganga hjá Aftureldingu. Oddaleikurinn verður í Mosfellsbæ á sunnudaginn, en leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið sem tapar fer í sumarfrí, en sigurliðið mætir Haukum í úrslitarimmunni.Davíð: Það er ekkert annað í boði „Við vorum búnir að vera svolítið daprir, í síðasta leik og í byrjun þessa leiks. Það var búið að vera sjóleiki yfir þessu,” sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, við Vísi í leikslok. „Það voru búnar að vera lélegar sendingar milli manna, en við fengum nokkrar vörslur, fengum góð mörk úr hraðaupphlaupum og það kom smá gír í þetta. Stúkan var brjáluð og ég held að það hafi kveikt í þessu. Þá sáum við hvað við getum.” „Okkur vantaði smá trú á verkefnið og geðveiki. Þetta var allt annað lið sem spilaði fyrsta korterið og svo restina af leiknum. Þetta var allt, allt annað lið og einnig í leiknum þar á undan.” „Ég held að það hafi verið geðveikin. Köllum þetta bara geðveikina. Þá komu læti og allt varð vitlaust og þá fórum við að sjá hvað við getum.” Umræðan fyrir leikinn var mikil í þá áttina að Afturelding ætti undir högg að sækja. Liðið var án tveggja lykilmanna, Jóhann Jóhannsonar og Jóhann Gunnar Einarsson, en sá síðarnefndi var þó á bekknum. Það sást þó langar leiðir að hann var ekki heill heilsu. „Það er erfitt að missa þessa leikmenn úti, enda hörkuleikmenn. Jóhann Gunnar gat ekki setið á sér og hann sagði að það væri ekki séns að hann myndi vera upp í stúku. Hann ætlaði að vera minnsta kosti á bekknum.” „Hann fékk aðeins að hreyfa sig og það munar um minna. Hann þarf ekki nema að koma við boltann og þá eru þrír ÍR-ingar komnir í hann. Hann losar rosalega.” „Já, að sjálfsögðu. Það er ekkert annað í boði,” sagði Davíð að lokum.Einar: Við vinnum á sunnudeginn, ég er handviss um það „Nýtingin á dauðafærunum fór með okkur. Við förum með helling af dauðafærum og reynslumiklir menn eru að klúðra trekk í trekk eins og flestir í liðinu,” sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, í samtali við Vísi í leikslok. „Það á enginn góðan leik sóknarlega hjá okkur. Vörnin var allt í lagi, en ég held að þetta liggi aðallega í varnarleiknum hjá Davíð Svanssyni og við náum ekki hraðaupphlaupum né seinni bylgju.” „Þá byrjar hann að verja eins og rotta í markinu og okkar markmaður dettur niður. Það eru ákveðinn mistök sem ég tek á mig að markmaðurinn okkar var svona lengi inná, en ég er bara með það mikla tröllatrú á okkar markmönnum að gefa þeim eins langan tíma og þeir þurfa.” „Ég skipti í hálfleik. Svavar byraði svo vel í síðari hálfleik. Dettur svo niður og ég skipti svo Arnóri aftur inná og það gekk ekki heldur. Þetta var orðið dálítið örvæntingarfullt þarna undir lokin, en við vorum bara að reyna allt. Það gekk næstum því upp, en við fengum klaufa tvær mínútur í lokin. Hefðum við sleppt því hefði þetta geta orðið spennandi.” „Áhorfendurnir og stemningin var það jákvæðasta í dag. Maður fær alltof fá tækifæri til þess að hrósa fólkinu sem vinnur á bakvið tjöldin. Það var fullt hús í dag, frábær stemning, fólk er mætt snemma til þess að setja upp skilti, manna gæslu og allt fólk í sjálfboðavinnu. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim og það er það eina virkilega jákvæða í dag fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar.” „Við tókum lengri leiðina gegn Akureyri. Þá tökum við bara fimm leiki í þessu einvígi. Þetta er ekki flókið. Minni hvíld og bla bla. Þú tekur bara því sem kemur. Þú ert kominn þetta langt. Við vinnum á sunnudaginn, ég er handviss um það,” sagði Einar Hólmgeirsson við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira