Jón Daði Böðvarsson átti góða innkomu er Viking vann stórsigur á neðrideildarliði Ålgård í norsku bikarkeppninni í gær, 7-0.
Jón Daði spilaði síðustu sautján mínútur leiksins en skoraði engu að síður þrennu - á aðeins fimm mínútna kafla.
Mörkin má sjá á heimasíðu Aftenbladet en þetta voru fyrstu mörk Jóns Daða á leiktíðinni í Noregi.
Viking er í tíunda sæti norsku deildarinnar með þrjú stig af níu mögulegum en Jón Daði hefur verið í byrjunarliðinu í öllum þremur deildarleikjunum.
Sjáðu þrennu Jóns Daða
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn
