Mayweather: Ég er víst betri en Ali Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2015 12:15 Vísir/Getty Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40
Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15
Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15
Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30