Bergsveinn: Ég er Fjölnismaður með Fjölnishjarta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 09:30 Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00