Innlent

150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/óskar p. friðriksson
Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. Hópurinn krefst þess að fundin verði framtíðarlausn á siglingum og dýpkun í Landeyjahöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. Þar segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir fimm til tíu prósenta lokun á höfninni á ársgrundvelli en að miðað við núverandi ástand sé lokun orðin meira en fjörutíu prósent. Þá hafi verið gert ráð fyrir að lokun yfir vetrarmánuðina yrði mest tuttugu prósent en sé nú 87 prósent.

„Eins og staðan er í dag að þá blæðir samfélaginu á öllum sviðum sama hvort litið er til fyrirtækja, ferðaþjónustuaðila eða hins venjulegs íbúa. Búsetuskilyrði fyrir alla þessa aðila eru brostin miðað við núverandi stöðu,“ segir í tilkynningunni.

Hópurinn segir að til þess að hægt sé að finna framtíðarlausn verði að hætta að tala um að smíða skip sem siglir í Þorlákshöfn ásamt því að umræðum um að byggja göng til Vestmannaeyja verði hætt.

„Við viljum einfaldlega að staðið verðið við gefin loforð um Landeyjahöfn sem heilsárshöfn. Við gerum okkur einnig fulla grein fyrir því að erfitt er að stjórna náttúrunni og að einhverjar frátafir verði almennt á siglingum í Landeyjahöfn og sættum við okkur við slíkt innan ákveðna skekkjumarka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×