Aukið vísindasamstarf við Kína Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 13:24 Hallgrímur Jónasson og Dr. Yang Wei forstöðumaður NSFC, en fyrir aftan eru Ari Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Kína, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnar Baldursson sendiráði Íslands í Kína, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ásamt fulltrúum frá NSFC. mynd/rannís Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira