Aukið vísindasamstarf við Kína Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 13:24 Hallgrímur Jónasson og Dr. Yang Wei forstöðumaður NSFC, en fyrir aftan eru Ari Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Kína, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnar Baldursson sendiráði Íslands í Kína, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ásamt fulltrúum frá NSFC. mynd/rannís Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira