Aukið vísindasamstarf við Kína Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 13:24 Hallgrímur Jónasson og Dr. Yang Wei forstöðumaður NSFC, en fyrir aftan eru Ari Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Kína, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnar Baldursson sendiráði Íslands í Kína, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ásamt fulltrúum frá NSFC. mynd/rannís Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira