Afleiðing nauðgunar oft sektarkennd: „Óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. apríl 2015 20:30 Guðrún Jónsdóttir hefur barist gegn þessum viðhorfum í mörg ár. Vísir/gva/getty „Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Þetta viðhorf er ekki aðeins óheppilegt, heldur beinlínis skaðlegt,“ segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta. Tvær ungar konur stigu fram í viðtali við Vísi á föstudaginn og töluðu opinskátt um það viðhorf sem enn er viðvarandi í samfélaginu. Báðum hafði verið nauðgað og fengu báðar þau skilaboð að betra væri að minnka áfengisdrykkjuna, það myndi draga úr líkum á því að þeim yrði nauðgað aftur.Sjá einnig: Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“„Þar er ekki langt síðan að umdeild heilsíðu auglýsing frá Lýðheilsustofnun birtist í tímaritinu Monitor og hún átti að vera hvatning til ungs fólks um að drekka ekki. Fyrirsögnin var „Ef þú drekkur ekki“ og það voru nokkrir kostir taldir upp að neðan. Þar á meðal stóð að það væru minni líkur á því að þér yrði nauðgað. Auglýsingin var myndskreytt með stórri mynd af ungri stúlku.“ Guðrún segir aftur á móti mjög sterk tengsl milli þess að nauðga og að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. „Tveir þriðju hlutar nauðgara voru undir áhrifum en það var ekki gerð tilraun til að tala við þá. Það er einnig frægt viðtalið við Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann kynferðisbrotadeildarinnar, í DV þegar hann er að kvarta yfir þessum fullu stelpum sem eru að reyna koma sökinni á einhvern annan.“ Hún segir þetta viðhorf ansi lífsseigt. „Mér er illa við að gagnrýna neyðarmóttökuna en það er samt sem áður óviðunandi að stúlkur mæti þessum viðhorfum hvar sem er. Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir ofbeldinu. Ástanda brotaþolans skiptir engu máli. Vissulega eru margar stúlkur undir áhrifum áfengis eða jafnvel áfengisdauðar þegar þær koma á neyðarmóttökuna en ábyrgðin er aldrei þeirra.“ Guðrún segir aldrei æskilegt að drekka sig ofurölvi. „En það er samt aldrei réttlætanlegt að misnota það ástand. Þetta eru okkar eilífðarskilaboð,“ segir hún en Guðrún er stödd á ráðstefnu í Búkarest og mun hún vera með erindi á morgun um nákvæmlega þetta málefni. „Megin viðfangsefni í yfir tvö þúsund viðtölum sem við tökum á ári er sektarkennd fórnarlambsins. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru oftast depurð, kvíði, skömm og sektarkennd. Annarsvegar er þetta aðal viðfangsefnið í þeim viðtölum sem við tökum og hinsvegar er þetta ein megin ástæðan fyrir því að konur kæra ekki nauðganir. Um 80 prósent kvenna segja ástæðuna fyrir því að þær vilja ekki kæra sé skömm og sektarkennd.“ Hún segir að svona umræða dragi undan ábyrgð gerandans og réttlæti að vissu leyti brotið. „Það kemur fólk frá neyðarmóttökunni til okkar á hverju ári og ég hélt satt best að segja að þetta viðhorf væri að breytast. Ég veit samt sem áður að starfsfólkið þar er að gera sitt besta. Við getum reyndar fagnað því að stelpur eru hættar að taka við þessum skilaboðum. Það kemur til með átökum eins og Druslugönguna, #FreetheNipple og #6dagsleikinn. Það er mjög mikil vakning meðal ungs fólks.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Fengu báðar sömu skilaboð um að áfengisneysla auki líkurnar á að þeim yrði nauðgað. 17. apríl 2015 19:30