Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2015 14:30 Juha Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Vísir/AFP Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést. Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Allt bendir til að Juha Sipilä komi til með að taka við embætti forsætisráðherra Finnlands af Alexander Stubb á næstu vikum. Miðflokkur Sipilä vann öruggan sigur í þingkosningunum um helgina og bíður Sipilä nú það verkefni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hinn 53 ára Sipilä þykir um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. Hann hafði litla reynslu af stjórnmálum þegar hann var kjörinn formaður Miðflokksins fyrir þremur árum síðan. Í júní 2012 var hann nýkjörinn á þing og fáir Finnar þekktu nokkuðtil mannsins, nema flokksmenn Miðflokksins.Í frétt Svenska dagbladet segir að Juha Sipilä hafi fæðst árið 1961 í smábænum Vetili í vesturhluta Finnlands, er menntaður verkfræðingur og auðgaðist mikið í upplýsingatæknigeiranum. 35 ára gamall seldi hann fyrirtæki sitt fyrir jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Sipilä er talinn höfða meira til fólksins en fráfarandi forsætisráðherrann Stubb sem af mörgum er talinn hrokafullur í fasi. Leiðtogastíl Sipilä er lýst sem pragmatískum og árangursmiðuðum, en Susanna Ginman, leiðarahöfundur Hufvudstadsbladet, segir Finna þó enn lítið vita um hvers lags forsætisráðherra Sipilä verður. Innan Miðflokksins hefur hann breytt starfsháttum og svipa þeir nú til þeirra aðferða sem hann notaðist við innan síns fyrirtækis, með skýrri markmiðasetningu og starfsemi sérstakra starfshópa sem skila skýrslum til forystunnar. Sipilä er giftur Minna-Maaria Sipilä og á með henni fjögur börn. Fimmta barn þeirra hjóna, yngsti sonurinn Tuomo sem fæddist 1993, lést í febrúar síðastliðinn eftir að hafa gengist undir aðgerð. Sipilä tók sér þá frí frá kosningabaráttunni eftir að sonur hans lést.
Tengdar fréttir Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sipilä útilokar engan flokk við myndun næstu ríkisstjórnar Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins, segist vilja að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir 1. maí. 20. apríl 2015 12:37
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00