Erlent

Segir Freddie Gray hafa veitt sér áverkana sjálfur

Hörð mótmæli hafa geisað vegna málsins.
Hörð mótmæli hafa geisað vegna málsins. vísir/epa
Fátt bendir til þess að Freddie Gray hafi slasast alvarlega er hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum fyrir um tveimur vikum síðar, ef marka má skýrslu lögreglu sem Washington Post birti í dag. Gray hlaut áverka á mænu eftir handtökuna og lést rúmri viku síðar.

Fyrir liggur að Gray var í lögreglubílnum í um fjörutíu mínútur áður en hann var færður á lögreglustöð. Lögreglubíllinn nam í fjórgang staðar, meðal annars til að handtaka annan mann. Sá maður hefur fullyrt að Gray hafi viljandi reynt að slasa sjálfan sig í bifreiðinni.

Lögregluþjónninn sem ók bifreiðinni segist jafnframt telja það að Gray hafi verið slasaður áður en hann var færður í lögreglubílinn. Lögmaður fjölskyldu Gray segist efast um nákvæmni skýrslunnar og taldi ólíklegt að Gray hafi veitt sér áverkana sjálfur.

Lögregla hefur ekki formlega gefið út skýrsluna. Rannsókn málsins verður framhaldið en því næst fer það í hendur saksóknara sem taka mun ákvörðun um hvort lögreglumennirnir sex sem tóku þátt í handtökunni verði ákærðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×