Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eru Lengjubikarmeistarar kvenna í fótbolta, en Stjarnan vann 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik í Kórnum í kvöld.
Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði fyrsta markið á 41. mínútu í fyrri hálfleiks og Bryndís Björnsdóttir annað markið á 54. mínútu.
Breiðablik var mun betri aðilinn fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik en í staðinn fyrir að jafna metin fengu Kópavogsstúlkur seinna mark Stjörnunnar í andlitið.
Stjarnan bætti við þriðja markinu í uppbótartíma, en það skoraði Guðrún Karítas Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Jónssonar.
Hún var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar hún spilaði með ÍA. Hún yfirgaf nýliða sem féllu síðasta haust og samdi við meistarana.
Lokatölur, 3-0, og Stjarnan heldur áfram að safna titlum.
Stjarnan Lengjubikarmeistari kvenna
Tómas Þór Þórðarson skrifar
