Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 19:20 Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015 Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015
Íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti