Handbolti

Lærisveinar Guðmundar pökkuðu saman Hvít-Rússum

Tómas Þór Þórðars skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson er á leið á EM 2016.
Guðmundur Þórður Guðmundsson er á leið á EM 2016. vísir/eva björk
Danska karlalandsliðið í handbolta undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar átti í engum vandræðum með að leggja Hvíta-Rússland að velli, 36-27, á útivelli í undankeppni EM 2016 í dag.

Jafn var á með liðunum framan af en Danir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12.

Danir náðu fyrst tíu marka forystu á 49 mínútur, 32-22, og var aðeins spurning um hversu stór sigur danska liðsins yrði.

Casper Mortensen fór á kostum fyrir Dani og skoraði níu mörk, en þeir Mads Christiansen og stórskyttan Mikkel Hansen skoruðu sex mörk hvor.

Það þarf engum að koma á óvart að Siarhei Rutenka var markahæstur hjá Hvíta-Rússlandi með tíu mörk.

Danir eru með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki í riðli 2 í undankeppninni, en þeir mæta Hvít-Rússum aftur á laugardaginn.

Leið Guðmundar og strákanna hans á EM 2016 í Póllandi virðist ansi greiðfær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×