Átta milljónir til eflingar á fræðasamstarfi Íslands og Japans Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 11:00 Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag. Vísir/HÍ Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Sjö styrkjum var í dag úthlutað til íslenskra og japanskra nemenda og vísindamanna úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans. Toshizo Watanabe, stofnandi sjóðsins, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Styrkirnir nema samtals um átta milljónum króna og nýtast til skiptináms og rannsóknasamstarfs milli Háskóla Íslands og japanskra háskóla. Í tilkynningu frá háskólanum segir að þetta sé í fimmta sinn sem úthlutað sé úr sjóðnum sem hefur það að markmiði að efla tengsl íslensks og japansks fræðasamfélags. Þrír nemendur við Háskóla Íslands og einn starfsmaður skólans hlutu styrk að þessu sinni og tveir nemendur og einn prófessor við þrjá japanska háskóla. Styrkþegarnir eru:Eggert Örn Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu við Háskóla Íslands, hlýtur styrk til skiptináms við Kyushu-háskóla í Fukuoka í Japan.Karítas Hrundar Pálsdóttir, BA-nemi í íslensku við Háskóla Íslands með japönsku sem aukagrein, hlýtur styrk til skiptináms við Waseda-háskóla í Japan.Magdalena Schmid, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, fær styrk til námsdvalar við Tokyo Metropolitan University í Japan.Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun við Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hlýtur styrk til rannsóknardvalar við Rannsóknamiðstöð um hamfarastjórnun (DPRI) við Kyoto-háskóla í Japan. Anna Katoka, BA-nemi í enskum og bandarískum bókmenntum við Ritsumeikan-háskóla í Japan, hlýtur styrk til skiptináms við Háskóla Íslands.Shotaro Yamamoto, BA-nemi í þýðingarfræðum við Waseda-háskóla, hlýtur styrk til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Yuki Masami, umhverfisrýnir og prófessor í ensku og umhverfisfræðum við Kanazawa-háskóla, hlýtur styrk til eins mánaðar dvalar á Íslandi þar sem hún hyggst leita samstarfs við vísindamenn bæði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og í höfuðstöðvum Háskóla Íslands í Reykjavík. „Um Watanabe-styrktasjóðinn við Háskóla Íslands: Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 og hefur það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Sjóðurinn veitir íslenskum stúdentum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Toshizo Watanabe, sem lagði fram stofnfé sjóðsins, er frumkvöðull og einn af aðstandendum Nikken-fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Á yngri árum var hann skiptinemi við Brandeis-háskólann í Waltham í Massachusettes í Bandaríkjunum og kynntist þar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Watanabe fékk styrk til námsferðarinnar í Bandaríkjunum og var ævinlega þakklátur þeim sem studdu hann til náms. Við undirritun stofnskrár sjóðsins sagðist Watanabe vilja endurgjalda aðstoðina með því að setja sjálfur á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Hann hafði því samband við Geir H. Haarde, gamla skólabróður sinn, með það í huga að stofna sjóð við íslenskan háskóla. Toshizo Watanabe ávarpaði styrkþega og aðra gesti við athöfnina í dag. Hann situr í stjórn styrktarsjóðsins ásamt Má Mássyni, prófessor í lyfjaefnafræði við Háskóla Íslands, og Ingimundi Sigfússyni, cand.jur. og fyrrverandi sendiherra í Japan,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira