Liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar stútar Nissan GT-R bíl sínum Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 11:04 Þeir sem horfðu á síðasta heimsmeistaramót í knattspyrnu muna af til vill eftir Andrey Yeshchenko í rússneska landsliðinu. Hann er vafalaust betri fótboltamaður en ökumaður. Um daginn afrekaði hann það að gereyðileggja Nissan GT-R ofurbíl sinn með því að aka honum á ljósastaur í heimalandinu og það náðist á mynd, eins og hér sést. Af myndunum að dæma er hreint magnað að hann skildi sleppa frá þessum hildarleik óskaddaður, en sama verður ekki sagt um bíl hans, sem er gerónýtur. Andrey ók bíl sínum á um 170 km hraða þar sem hámarkshraði er 50, svo ef til vill er ekki nema von að illa fór. Andrey Yeshchenko spilar nú hjá Kuban Krasnodar og er því liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns Íslands. Andrey er í láni frá Anzhi, öðru sterku rússnesku liði. Hann hefur örugglega efni á að kaupa sér annan bíl, en kannski ekki eins öflugan í þetta skipti. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent
Þeir sem horfðu á síðasta heimsmeistaramót í knattspyrnu muna af til vill eftir Andrey Yeshchenko í rússneska landsliðinu. Hann er vafalaust betri fótboltamaður en ökumaður. Um daginn afrekaði hann það að gereyðileggja Nissan GT-R ofurbíl sinn með því að aka honum á ljósastaur í heimalandinu og það náðist á mynd, eins og hér sést. Af myndunum að dæma er hreint magnað að hann skildi sleppa frá þessum hildarleik óskaddaður, en sama verður ekki sagt um bíl hans, sem er gerónýtur. Andrey ók bíl sínum á um 170 km hraða þar sem hámarkshraði er 50, svo ef til vill er ekki nema von að illa fór. Andrey Yeshchenko spilar nú hjá Kuban Krasnodar og er því liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns Íslands. Andrey er í láni frá Anzhi, öðru sterku rússnesku liði. Hann hefur örugglega efni á að kaupa sér annan bíl, en kannski ekki eins öflugan í þetta skipti.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent