Nígerískar öryggissveitir hafa bjargað um 160 gíslum til viðbótar úr klóm hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. AFP greinir frá þessu.
„Þetta snýst um í kringum sextíu konur og hundrað börn,“ segir Sani Usman, talsmaður Nígeríuhers.
Fyrr í vikunni greindi nígeríski herinn frá því að hermenn hefðu bjargað tvö hundruð stúlkum og 93 konum úr höndum Boko Haram í Sambisa-skógi í norðausturhluta landsins.
Öfgasamtökin Boko Haram hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í Nígeríu.
160 til viðbótar bjargað úr klóm Boko Haram

Tengdar fréttir

200 stúlkum bjargað úr klóm Boko Haram
Ekki er um að ræða skólastúlkurnar sem rænt var fyrir ári síðan frá bænum Chibok.