Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2015 19:00 Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira