Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2015 19:00 Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira