Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Hjörtur Hjartarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:50 Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. vísir/auðunn Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. Veittar undanþágur duga skammt og vandamálið er enn til staðar. Nokkur hundruð grísum verður slátrað á næstu dögum en undanþágunefnd veitti í gær átta undanþágur. „Það er að hlaðast upp ákveðin tímasprengja í þessu og ef við gefum okkur að verkfallið verði í fimm vikur þá erum við að tala um 750 til 800 tonn af svínakjöti plús kjúklinga og allt þetta gríðarlega magn þarf að komast með einhverjum hætti út á markaðinn að verkfalli loknu,“ sagði Hörður Harðarsson, formaður félags Svínaræktenda. Skilyrði dýralækna fyrir undanþágunum var að kjötið færi ekki á markað og því verða afurðastöðir að frysta kjötið og bíða þess að verkfallið klárist. „Það liggur í hlutarins eðli að um leið og menn byrja að frysta kjötið þá fellur á það umtalsverður kostnaður. Sláturfélag Suðurlands er t.d. ekki heimilt að selja kjötið áfram og buðu þeir bændum að taka við kjötinu með tuttugu prósent afslætti frá verðskrá. Ég gæti alveg trúað því að við værum að tapa um fjórtán milljónum á viku.“ Hörður segir dýralækna vera að fara út fyrir sitt valdsvið með því að beita sér fyrir því að kjötið fari ekki á markað. „Það liggur ljóst fyrir að lögsaga hins opinbera líkur eftir að búið er að heilbrigðisskoða afurðirnar í sláturhúsi og dýralæknar hafa ekkert með það að gera hvað verður um afurðirnar í framhaldinu. Hörður segir að þó þessar átta undanþágur hafi verið veittar geri það lítið til að leysa þann mikla vanda sem verkfallið hefur í för með sér. Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. Veittar undanþágur duga skammt og vandamálið er enn til staðar. Nokkur hundruð grísum verður slátrað á næstu dögum en undanþágunefnd veitti í gær átta undanþágur. „Það er að hlaðast upp ákveðin tímasprengja í þessu og ef við gefum okkur að verkfallið verði í fimm vikur þá erum við að tala um 750 til 800 tonn af svínakjöti plús kjúklinga og allt þetta gríðarlega magn þarf að komast með einhverjum hætti út á markaðinn að verkfalli loknu,“ sagði Hörður Harðarsson, formaður félags Svínaræktenda. Skilyrði dýralækna fyrir undanþágunum var að kjötið færi ekki á markað og því verða afurðastöðir að frysta kjötið og bíða þess að verkfallið klárist. „Það liggur í hlutarins eðli að um leið og menn byrja að frysta kjötið þá fellur á það umtalsverður kostnaður. Sláturfélag Suðurlands er t.d. ekki heimilt að selja kjötið áfram og buðu þeir bændum að taka við kjötinu með tuttugu prósent afslætti frá verðskrá. Ég gæti alveg trúað því að við værum að tapa um fjórtán milljónum á viku.“ Hörður segir dýralækna vera að fara út fyrir sitt valdsvið með því að beita sér fyrir því að kjötið fari ekki á markað. „Það liggur ljóst fyrir að lögsaga hins opinbera líkur eftir að búið er að heilbrigðisskoða afurðirnar í sláturhúsi og dýralæknar hafa ekkert með það að gera hvað verður um afurðirnar í framhaldinu. Hörður segir að þó þessar átta undanþágur hafi verið veittar geri það lítið til að leysa þann mikla vanda sem verkfallið hefur í för með sér.
Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira