Íslandi bregður fyrir í stiklu fyrir Sense8-þættina Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 13:58 Leikkonan Daryl Hannah fer með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Sense8 sem voru teknir upp hér á landi í fyrra. Vísir/Imdb/Youtube Hér er komin fyrsta stiklan fyrir þættina Sense8 sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi í fyrra. Þættirnir eru úr smiðjum Wachowski-systkinana, sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, en það er streymisveitan Netflix sem mun sýna þá. Upptökurnar hér á landi voru umfangsmiklar en meðal annars var tekið upp á Akranesi, þar sem tökuliðið lagði undir sig fyrrverandi ellideild sjúkrahússins í bænum, Þingholtunum í Reykjavík, Þjóðarbókhlöðunni, húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu, Hótel Sögu og Nesjavöllum. Þá má einnig búast við því að kennileiti Reykavíkur á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með 8 manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Þau tengjast andlega á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeir gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hér er komin fyrsta stiklan fyrir þættina Sense8 sem voru meðal annars teknir upp á Íslandi í fyrra. Þættirnir eru úr smiðjum Wachowski-systkinana, sem eru hvað þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, en það er streymisveitan Netflix sem mun sýna þá. Upptökurnar hér á landi voru umfangsmiklar en meðal annars var tekið upp á Akranesi, þar sem tökuliðið lagði undir sig fyrrverandi ellideild sjúkrahússins í bænum, Þingholtunum í Reykjavík, Þjóðarbókhlöðunni, húsgrunninum við hliðina á tónleikahúsinu Hörpu, Hótel Sögu og Nesjavöllum. Þá má einnig búast við því að kennileiti Reykavíkur á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verði í lykilhlutverki í þáttaröðinni. Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með 8 manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, bandarísku borgunum San Francisco og Chicago, Mexíkoborg, Lundúnum, Berlín, Íslandi, Mumbaí, Naíróbí og Seúl. Þau tengjast andlega á yfirskilvitlegan hátt við dauða skynjanda sem tilheyrði öðru átta manna teymi. Samkvæmt þáttunum skapast nýtt átta manna mengi í hvert sinn sem einn úr öðru átta manna mengi lætur lífið. Í fyrstu vita manneskjurnar átta ekki hvað hefur komið fyrir þær en þeim verður fljótlega ljóst að þær eru að deila skynjun með öðrum. Ein þeir gæti verið að gæða sér á indverskum mat og önnur fundið bragðið um leið þó svo að hún sé í annarri heimsálfu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30 Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00 Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mikið umstang í kringum tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð Upptökur á vísindaskáldskapnum Sense8 standa nú yfir á Íslandi og hefur tökuliðið lagt undir sig hvert kennileitið á fætur öðru. 3. september 2014 17:30
Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum "Ég elska Ísland,“ skrifar leikkonan á Twitter. 30. september 2014 18:00
Wachowski-systkinin búin að loka Óðinsgötu Mikill viðbúnaður er á Óðinsgötu að sögn sjónarvotta. 5. september 2014 22:03