Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 22:30 Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu og að með ólíkindum sé að verksmiðjan skyldi ekki fara í umhverfismat. Stefnt er að endanlegri ákvörðun um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga í kringum næstu mánaðamót. Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir ári að hún væri nánast mengunarfrí og þyrfti því ekki að sæta umhverfismati. VSÓ ráðgjöf vann matsskýrsluna fyrir Silicor. „Við skoðuðum öll gögn sem Silicor leggur fram og niðurstaða okkar, eftir að hafa skoðað þau gögn, er að þetta sé alls ekki mengandi. Þetta er líklega einhver hreinasta stóriðja sem þú getur nokkurntíman reist,“ segir Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Framleiðslan verði efni í sólarrafhlöður. „Og það er mjög gaman að geta gert það á jafn mengunarlausan hátt og þarna er gert,“ segir Guðjón.Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann matsskýrsluna fyrir Silicor Materials.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist hvorki trúa þessu né treysta. Reynslan af verksmiðjunum tveimur á Grundartanga sé slík. „Ég sé hvað þeir eru að gera á nóttinni. Ég sé þegar þeir sleppa út. Og þegar það er klagað og kvartað þá er sagt: Mistök. Mistök. Þetta gerist ekki aftur. Síðan er það þannig að þeir fá að mæla sína mengun sjálfir. Og þú getur ímyndað þér niðurstöðuna,“ segir Bubbi. Í grein í Fréttablaðinu fyrir helgi spurði Bubbi hvort fullnægjandi sannanir væru fyrir því að flúor yrði ekki losaður út í andrúmsloftið, sagði óljós svör um flúormengun, Hvalfjörður yrði menguð ruslakista. Guðjón Jónsson segir þetta algerlega ástæðulausar áhyggjur. „Vegna þess að þarna er enginn flúor, ekkert brennisteinsdíoxið og þetta mun engin áhrif hafa á iðnaðarsvæðið eins og það er skilgreint í dag.“ Guðjón kveðst skilja áhyggjur manna, þetta sé vissulega stóriðja sem muni sjást, en hún muni ekki menga. Engin mengunarefni séu í ferlinu, sem geti valdið ytri mengun. „Ég held að þetta sé allt lygi,“ segir Bubbi. „Ég er ekki alveg að fatta hvað er þess valdandi að verksmiðja af þessari stærðargráðu er sett niður í Hvalfjörð án þess að fara í umhverfismat. Þetta er með ólíkindum,“ bætir hann við. Skipulagsstofnun sagði í yfirlýsingu fyrir helgi að sú niðurstaða, að ekki þyrfti umhverfismat, hefði meðal annars verið byggð á áliti opinberra sérfræðistofnana. Engin þeirra hefði lagt til að starfsemin færi í umhverfismat. Þá bendir stofnunin á að starfsleyfi fáist ekki fyrr en gengið hafi verið úr skugga um hvort forsendur standist. „Þannig að gögnin, þau verða að standast. Annars fá menn bara ekki að reisa þessa verksmiðju,“ segir Guðjón Jónsson hjá VSÓ ráðgjöf. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Sjá meira
Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu og að með ólíkindum sé að verksmiðjan skyldi ekki fara í umhverfismat. Stefnt er að endanlegri ákvörðun um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga í kringum næstu mánaðamót. Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir ári að hún væri nánast mengunarfrí og þyrfti því ekki að sæta umhverfismati. VSÓ ráðgjöf vann matsskýrsluna fyrir Silicor. „Við skoðuðum öll gögn sem Silicor leggur fram og niðurstaða okkar, eftir að hafa skoðað þau gögn, er að þetta sé alls ekki mengandi. Þetta er líklega einhver hreinasta stóriðja sem þú getur nokkurntíman reist,“ segir Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Framleiðslan verði efni í sólarrafhlöður. „Og það er mjög gaman að geta gert það á jafn mengunarlausan hátt og þarna er gert,“ segir Guðjón.Guðjón Jónsson, efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann matsskýrsluna fyrir Silicor Materials.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist hvorki trúa þessu né treysta. Reynslan af verksmiðjunum tveimur á Grundartanga sé slík. „Ég sé hvað þeir eru að gera á nóttinni. Ég sé þegar þeir sleppa út. Og þegar það er klagað og kvartað þá er sagt: Mistök. Mistök. Þetta gerist ekki aftur. Síðan er það þannig að þeir fá að mæla sína mengun sjálfir. Og þú getur ímyndað þér niðurstöðuna,“ segir Bubbi. Í grein í Fréttablaðinu fyrir helgi spurði Bubbi hvort fullnægjandi sannanir væru fyrir því að flúor yrði ekki losaður út í andrúmsloftið, sagði óljós svör um flúormengun, Hvalfjörður yrði menguð ruslakista. Guðjón Jónsson segir þetta algerlega ástæðulausar áhyggjur. „Vegna þess að þarna er enginn flúor, ekkert brennisteinsdíoxið og þetta mun engin áhrif hafa á iðnaðarsvæðið eins og það er skilgreint í dag.“ Guðjón kveðst skilja áhyggjur manna, þetta sé vissulega stóriðja sem muni sjást, en hún muni ekki menga. Engin mengunarefni séu í ferlinu, sem geti valdið ytri mengun. „Ég held að þetta sé allt lygi,“ segir Bubbi. „Ég er ekki alveg að fatta hvað er þess valdandi að verksmiðja af þessari stærðargráðu er sett niður í Hvalfjörð án þess að fara í umhverfismat. Þetta er með ólíkindum,“ bætir hann við. Skipulagsstofnun sagði í yfirlýsingu fyrir helgi að sú niðurstaða, að ekki þyrfti umhverfismat, hefði meðal annars verið byggð á áliti opinberra sérfræðistofnana. Engin þeirra hefði lagt til að starfsemin færi í umhverfismat. Þá bendir stofnunin á að starfsleyfi fáist ekki fyrr en gengið hafi verið úr skugga um hvort forsendur standist. „Þannig að gögnin, þau verða að standast. Annars fá menn bara ekki að reisa þessa verksmiðju,“ segir Guðjón Jónsson hjá VSÓ ráðgjöf.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Misheppnuð ævintýri Silicor Materials Stjórnvöld í Ohio og Mississippi hafa farið flatt á viðskiptum sínum við fyrirtækið sem hyggst reisa sólarkísilverksmiðju fyrir 77 milljarða króna á Grundartanga. 16. júlí 2014 15:15
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16